Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Blaðsíða 32
28
Umhverfis Varmalæk, hinum megin árinnar, eru allvíð-
áttumiklir melar eða marbakkar, þaktir lábarinni möl, er
girða fyrir mynni Flókadalsdældarinnar syðri. Er yfirborð
melanna 70 m. hátt y. s.
Fyrir sunnan melana taka við allbreiðir klettahjallar fram-
an við Varmalækjarmúla, er þjóðvegurinn liggur um. Ná
þeir þar 80 — 85 m. y. s. — Vafalaust eru hjallarnir gömul
brimþrep, enda eru þeir beint áframhald marbakkanna beggja
megin múlans.
Líklega hefir særinn náð upp fyrir Varmalækjarmela inn
eftir syðri bygðinni i Flókadal, því að nálega inn undir
Eyri er dalurinn ekki hærri en efstu sjávarmörk hvervetna
í nágrenninu.
f) S/ávarminjar og sæskeljar meðfram Grímsá.
Fyrir neðan Pingnes, þar sem Grímsá fellur í Hvítá, liggja
árnar mjög lágt; var mjer sagt, að vart yrði sjávarfalla þar
í ánum í miklum stórstraumsflæðum, Enda liggur Hvítá við
ármótin eigi nema 2 m. ofar en meðalhæð sjávar, samkvæmt
hæðamælingu á korti herforingjaráðsins.
Hjá fjárhúsum í S.A. frá bænum í Þingnesi eru lágir bakk-
ar meðfram Grímsá. Jarðlagaskipunin er þessi:
1. (efst) ca. V2 m. lábarin, smáger möl.
2. lagskiftur leir og sandlög innan um, einkum efst; 1 — 2 m.
3. lagskift leirlög neðst við ána. Strjál var hjer af skeljum
í sandblandna leirnum. Tegundirnar voru þessar:
Nucula tenuis (Gljáhnytla), 1 sk. gölluð.
Leda pernula (Trönuskel), 3 sk. (L. 15).
Mytilus modiolus (Öðuskel), 3 láshlutar og allmörg brot
af heldur smáum einstökum.
Pecten islandicus (Hörpudiskur), 1 skel (brotin).
Astarte borealis (Gimburskel), 1 sk. (L. 25,5).
Astarte elliptica (Dorraskel), 3 sk. heilar; 1 sk.gölluð (L.26,5).
Mya truncata (Sandmiga), 4 Iáshlutar og nokkur brotönnur.
Buccinum undatum (Beitukóngur), 1 eint. (H. 10,5).
Balanus sp. (Hrúðurkarl), 5 skelhlutar.