Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Blaðsíða 44
40
Mya truncata (Sandmiga), brot af 5 skeljum; mjög þykkar.
Saxicava rugosa (Rataskel), brot af 2 sk.; þykkar.
Trophon clathratus (Kambdofri), 2 eint. (H. 31) heyrir til
var. grandis, Mörch.
Auk þess hrúðurkarlar (Balanus sp.) 2 stórir á hörpu-
diski (sjá hjer að ofan) og nokkur brot.
Hjá melhorninu upp af Landhólma koma jökulrispaðar
klettahleinar fram í fjörunni út undan leirnum. Stefna rák-
irnar frá Hafnarfjalli. Sæmyndanir bakkanna hvíla því á jök-
ulfáguðum grunni.
Fyrir sunnan Ásbakka skerast Leirarvogar inn í láglendið.
Skagar Súlueyri fram við mynni þess að norðan. Norðan
við Súluvog, er gengur norður úr Vogunum á milli Súlu-
eyrar og Bakkaness, eru leirbakkar meðfram fjörunum 10 —
12 m. háir y. s. í leirbökkunum er talsvert af skeljum og
koma þær allvíða í Ijós, alla leið frá Súlunesi inn að læk, er
nefnist Súluá, er rennur til sjávar inst í vognum hjá Bakka-
nesi. Eru hörpudiskar og sandmigur einna algengastar.
í lækjarskorningi austanvert við túnið á Súlunesi var lag-
skipun bakkanna þessi:
1. (efst) Sandur og smá möl; 2 — 3 m. (náðu 12 m. y. s.).
2. Lagskiftur leir nokkuð sandborinn 4-5 m.
3. Leirlög blandin talsverðri möl og steinum.
Skeljarnar voru einkum í grýtta Ieirnum (3) og neðan til
í sandbornu leirlögunum. Lagskipun er hin sama inn með
bökkunum, en þykt laganna innbyrðis nokkuð mismunandi.
Hjer safnaði jeg þessum tegundum:
Pecten islandicus (Hörpudiskur), 7 sk. (H. 99); algengur.
Astarte Banksii (Lambaskel), heldur algeng, 5 sk. (L. 20)
bæði höfuðtegundin óg afbrigðið var. striata (2 sk. H. : L.
86%).
Astarte elliptica (Dorraskel), heldur algeng 3 sk. (L. 30).
Macoma calcaria (Hallloka), all-algeng, 8 sk. (L. 33).
Mya truncata (Sandmiga), algeng 9 sk. (L. 67); mjög
þykkar og heldur stuttar (t. d. 1 sk. L. 67, H. 49, B. 30
gr.; 2 sk. L. 58, H. 43, þ. 20 gr.). Skástýfðar aftan (var.
uddevallensis, Hancock.).