Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Blaðsíða 36
32
1. (efst) 1—2 m. lábarin möl.
2. 2 m. lagskift sandlög með smárri möl.
3. 2 m. lagskift sandblandin leirlög með smáum stein-
völum. Nokkrar skeljar í leirnum, þar á meðal Anomia
squamula.
4. 30 cm. möl og steinar með grófum sandi milli steina,
steinarnir sumir alt að 10 cm. í þvermál; flestir Iábarðir,
sumir ísrákaðir.
5. 4 — 5 m. grár leir sandblandinn, einkum efst undir mal-
arlaginu, og einmitt þar voru skeljaleifar mestar.
Skeljalögin náðu ca. 20 m. y. s. Mjög voru þær gallaðar
og brotnar.
Tegundirnar voru þessar:
Anomia squamula (Gluggaskel), 1 eintak (Diam. 10,5), að-
eins fundin í efra leirlaginu. (3).
Pecten islandicus (Hörpudiskur), 1 brot laust í leirruðn-
ingi við ána. Algengasta tegundin.
Mya truncata (Sandmiga), 2 láshlutar, 3 brot (L. 51,5).
Hafa skeljarnar verið þunnar og dálítið skástýfðar aftan. í
lausum leirruðningi við bakkann.
Saxicava rugosa (Rataskel), 2 sk. (L. 17) og tveir láshlut-
ar af stærri skeljum. Skeljarnar þunnar og tiltölulega lang-
ar. Fundin í báðum leirlögunum, en fágæt.
Balanus sp. (Hrúðurkarl), 23 skelhlutar. Fundin í báðum
leirlögunum. Fastir á steinum í hinu efra. (3)
Lengra urðu lögin ekki rakin upp með ánni vegna grjót-
ruðnings, er áin hafði borið fram.
Út með sjónum, fyrir utan Grjóteyri, fann jeg einnig skelj-
ar á tveim stöðum í gilskorningum, er Iækir höfðu grafið
í leirbakkana. Hjer voru lögin svo skriðuorpin, að eigi var
hægt að athuga lagskipunina nákvæmlega, og eigi sá jeg
glögg merki þess, að leirlögin deildust hjer í tvent af mal-
arlagi eins og við ána. Að öðru leyti virtist röð laganna
vera svipuð og þar:
1. (efst ca. 20 m. y. s.) Möl og sandur.
2. Sandlög.
3. Sandborin leirlög með ruglingslegri lagskiftingu.
4. Lagskift leirlög, er hölluðust niður að sjónum.