Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Blaðsíða 23
19
gömul brimþrep og brimklif. Og á nokkrum stöðum eru
þar marbakkar og malarbreiður með lábarinni möl 65 — 70
m. y. s.
í mynni Örnólfsdals fyrir ofan klettaþrepið eru víðáttu-
miklir melar, alþaktir lábarinni möl. Meðfram hlíðinni sunn-
an við dalinn er mýrlendur slakki, N.V. við hann eru aðal-
melarnir, frá Ásbjarnarstöðum norður fyrir Sleggjulæk, 80 —
90 m. háir y. s. Við vestri túnjaðarinn á Ásbjarnarstöðum
er ávalur malarkambur af lábarinni möl 100 m. y. s.; er
nokkur hluti hans græddur upp og orðinn að túni. Lábarið
grjót sá jeg eigi ofar en þetta.
Áframhald melanna kvíslast út á milli klettaásanna fyrir
vestan Sleggjulæk. Fann jeg þar malarþrep eða fjöruborð af
lábörðu grjóti utan í klettaás 100 m. y. s. Liggur þar götu-
slóði eftir því á kafla. Við hlíðarlöggina fyrir vestan Búrfell
(lítið einstakt klettafell við hlíðarlöggina út við fellsmúlann)
fann jeg einnig malarflöt með lábarinni möl 100 m. y. s.
Hærra upp í hlíðinni sjálfri fann jeg eigi lábarða möl.
Meðfram ánni fyrir norðan og austan Ásbjarnarstaði er
og víða lábarin möl í melum og holtum 80—100 m. y. s.
Fyrir neðan Ásbjarnarstaðasel (Selhaga) eru melar þaktir
núinni möl 100 m. y. s.; ná þeir nokkru lengra inn í dalinn.
Hjá Selhaga takmarkast melarnir af lágu klettaþrepi, er
bærinn stendur á; er það bratt þeim megin er að melun-
um veit og svipar mjög til fornra brimklifa, og er kliflögg-
in ca. 110 m. y. s. Klettaþrep eru og utar í hlíðinni á líkri
hæð eða hærri (ca. 115 m. y. s.).
Engar sædýraleifar (t. d. skeljar) fann jeg í malarlögum
þéssum. Pó virðist það litlum vafa bundið, að sjór hafi átt
mestan þátt i myndun þessara lábörðu malarlaga, og að
sjór hafi um eitt skeið flætt yfir klettaásana í dalsmynninu
og nokkurn spöl inn eftir dalnum inn fyrir instu bæina.
Reyndar mætti geta þess til, að áin, áður en hún gróf
þann farveg, er hún nú hefir gegnum ásana, hefði haft ann-
an farveg út úr dalsmynninu, til dæmis runnið fyrir sunn-
an bæinn á Ásbjarnarstöðum, út hjá Sleggjulæk og út um
ásana fyrir norðan og vestan Búrfell, og hún hefði þá bor-
2*