Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Blaðsíða 84
80
Eins og listinn sýnir, eru fornskeljar fundnar á 29 stöð-
um á svæði því, er jeg fór um í sumar. Liggja skeljalögin
hæst ca. 30 m. y. s. og á ýmsri hæð þar fyrir neðan,
niður að núverandi fjörumáli. Alls hafa fundist 30 skel-
tegundir í lögum þessum, þar af 23 (ca. 77°/o) »arktiskar«
tegundir og 7 (ca. 23%) borealar tegundir. Allar finnast
tegundirnar enn í dag lifandi við ísland, nema ein (Sipho
togatus) og afbrigði af annari tegund (Astarte Banksii, var.
Warhami), sem báðar lifa í kaldari höfum. Allar hinar teg-
undirnar lifa nú á tímum við vesturströnd íslands suður í
Faxaflóa, nema sandkænuskelin (Lyonsia arenosa). Hingað
til hefir hún aðeins fundist við norður- og austurströnd
landsins. Tegund þessi lifir við Noreg við Vestur-Finnmörk,
Bergen og í Kristjaníu-firðinum (Sars 1875), þar sem sjór-
inn er eins hlýr eða hlýrri en hjer við Vesturland; það er
því líklegt, að hún lifi við vesturströnd íslands, þó að hún
hafi eigi fundist þar ennþá:
Nokkrar fornskeljategundir, sem enn lifa við vesturströnd
íslands (t. d. Saxicava, Mya, Pecten islandicus), eru í sum-
um fornskeljalögunum stærri og skeljarnar þykkri en nú á
tímum við Vesturland, og eru að því leyti svipaðri þeim, er
lifa í kaldari höfum.
Hvergi í lögum þessum fann jeg þær tegundir, er sjer-
staklega einkenna skeljalíf hinna norðlægustu heimskauts-
hafa (t. d. Portlandia arctica).
Auk skeldýra þessara (Mallusca) fann jeg á flestum fund-
arstöðunum nokkrar hrúðurkarlategundir (Balanus) og á
éinum stað (Pverá, móti Neðranesi) krabbategund (Hyas).
b) Ske/Jalögin i Borgarfirði.
Í Borgarfirði fyrir norðan Hafnarfjall hafa fornskeljar fund-
ist í 17 stöðum. Við Grímsá liggja skeljalögin 4 — 6 m. y.
s. og við Hvítá fyrir ofan Brúarreyki ca. 30 m. y. s. (en
þar fundust aðeins hrúðurkarlar). Á öllum hinum stöðun-
um liggja skeljalögin 10—25 m. y. s. og yfirborð marbakk-
anna, er skeljarnar finnast í, hcest 20—30 m. y. s. Marbakk-