Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Blaðsíða 97
93
í undirlögum marbakkanna í Borgarfirði, er svara til skelja-
lífs við norður- og austurströnd íslands, nú á tímum, mynd-
ast við hækkun sjávar upp að þessum hæðarmörkum.
Meiri hluti leirlaganna í marbökkunum á láglendi Borgar-
fjarðar (10 —20 m. y. s.) hafa að líkindum myndast er sjávar-
borð stóð á þessari hæð. Skeltegundir í þessum leirlögum
bera engan kaldranasvip og eru svipuð þeim, sem nú lifa
hjer við land, t. d, við Norðurland eða Vestfirði(?). Pá hafa
og myndast efri leirlögin í marbökkum við Tungná hjá
Grjóteyri (1. mynd, 3.) og efra Ieirlagið í marbökkunum hjá
Gröf við Hvalfjörð (7. mynd, 2.); í báðum finnast skelteg-
undir af suðlægum uppruna (Anomia squamula).
5. Enn að nýju tekur sjávarborð að lœkka á þessum slóð-
um frá 40— 50 m. mörkunum og kemst að lokum 4—5 m.
niður fyrir núverandi fjörumál (sjá 8. mynd, 5.). í byrjun
þessa skeiðs hafa myndast lög þau ofan til í hinum lægri
marbökkum í Borgarfirði (15 — 20 m. y. s.), er hafa að geyma
ýmsar borealar skeltegundir: Zirphœa crispata, Cyprina is-
landica, Mytilus modiolus, Anomia squamula, Littorina rudis,
etc.), er bera vott um áhrif hlýrra hafstrauma og lífsskilyrði
ef til vill nokkuð svipuð þvi, sem nú eru við Vesturströnd
íslands (Zirphœa crispata). Síðar á því skeiði, er sær stóð
ca. 20 m. hærra en nú (og þaðan af minna), hafa myndast
skeljalög við Pingnes í Borgarfirði og hjá Brekkuhöfða við
Hvalfjörð. Tar finnast tegundir er aðeins þróast við áhrif
hlýrra hafstrauma (Cyprina islandica, Mytilus edulis, M.
modiolus o. fl.) Skeljaleifarnar við Katanes finnast í fornri
fjörumyndun og hafa myndast mjög seint á þessu lækk-
unarskeiði, er fjöruborð lá um 2 m. hærra en nú.
Við endalok þessa lækkunarskeiðs, er sær stóð að minsta
kosti 4 —5 m. lægra en nú, hefir myndast mór sá, er nú
finst hulinn sandi niður í fjörum við Faxaflóa (fjörumór).
Engar skeljaleifar fann jeg, í Borgarfirði eða Hvalfirði, frá
þessum tíma, er sær stóð lægst við flóann. En sunnan við
vitann á Garðskaga, við sunnanverðan Faxaflóa, hefi jeg fund-
ið lög af ýmsum skeltegundum í fjörumó neðst í fjörunni.
Hefir sær skolað skeljum þessum inn yfir mýri þá, er mó-
lögin mynduðust í, meðan mórinn var að myndast. Meðal