Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Blaðsíða 87
83
sandi og möl og runnu saman við malarlögin efst í bökk-
unum (bls. 21—22). Anomia squamula fann jeg einnig við
Tunguá fyrir ofan Grjóteyri; var hún þar í efra Ieirlaginu
(1. mynd, lag 3, bls. 31). Verð jeg því að álíta, að tegundir
þessar heyri til efri og yngri lögum bakkanna, sem mynd-
ast hafa um það bil, sem sjórinn tók að lækka og sandur
og möl tók að dreifast yfir leirbotnana.
Bendir það til þess, að hlýrra hafi verið, þegar efri lög
bakkanna mynduðust, heldur en undirlag þeirra. Anomia
sqamula, Mytilus modiolus og Cyprina islandica lifa reyndar
við norður- og austurströnd íslands, en ekki norðar, t. d.
hvorki við Grænland, Jan. Mayen eða Spitsbergen. Zirphæa
crispata hefir eigi fundist lifandi norðar en við vesturströnd
íslands. Samkvæmt því ættu efri lög marbakkanna að vera
mynduð við líkan sjávarhita og nú er við Vesturland.
Engar tegundirnar, sem fundist hafa í marbökkunum i
Borgarfirði, þurfa mjög mikið dýpi til að geta þróast. Fiest-
ar lifa á grunnsævi við ísland og rekur oft á fjörur. Nucula
tcnuis, Leda pernula og Yoldia hefi jeg þó aldrei fundið reknar
í fjörum hjer við land. Þær eru eigi algengar hjer á minna
en 20 m. dýpi. Aðrar tegundirnar í lögunum krefjast heldur
ekki meira dýpis.
Nú eru Ieirlög með tegundum þessum eigi fundin hærra
í Borgarfirði en 20 — 27 m. y. s. Ættu því leirlögin með
skeljunum að geta verið mynduð við sjávarhæð 40 — 50 m.
hærri en nú á tímum. En hin önnur lög (sandlög og mal-
arlög) í marbökkunum eru óefað mynduð á minna dýpi en
leirlögin.
f’að eru því líkur til, að þessi skeljaleirlög sjeu mynduð,
þegar sjávarborð náði upp að 40—50 m. hæðamörkunum,
þar sem aðgreiningin er milli hærri og lægri marbakkanna.
En grunnsjávarlögin ofan á skeljaleirnum eru þá síðar mynduð,
meðan sjávarborð var að lækka frá þessum mörkum, niður að
núverandi fjörumáli. Sje um sjerstaka sjávarhækkun að ræða,
sem náð hafi hámörkum við 40 — 50 m. hæðarmörkin, eins
og jeg hefi bent á hjer á undan (bls. 63 og 77, 8. mynd),
eru mestar líkur til að öll þessi skeljalög í Borgarfirði sjeu
mynduð á því skeiði.
6*