Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Blaðsíða 98
94
skeltegundanna þar var mikið af sækuðung þeim, er brimgagar
(Nassa incrassata, Str0mJ heitir, er hann algengur við suð-
urströnd íslands, hittist og í sunnanverðum Faxaflóa, þar
sem hlýjast er, en er þó heldur fágætur þar. Einnig fann
jeg þar talsvert af brekkubobbum (Helix hortensis, Muller),
Pessir landkuðungar lifa á ýmsum stöðum á suðurströnd
landsins; þeir hafa eigi fundist lifandi á norðanverðum
Reykjanesskaga, en hittast lifandi á sunnanverðu nesinu í
Núpshlíð nálægt Krisuvík. Bendir þetta eindregið í þá átt,
að eins hlýtt eða hlýrra en nú hafi verið hjer i Faxaflóa,
þegar fjörumórinn myndaðist og særinn stóð sem lægst á
þessu skeiði.
6. Eftir myndun fjörumósins, hefir sjórinn gengið enn á
land og sjávarborð hœkkað, uns það náði núverandi stöðu
(sjá 8. mynd, 6 ) Bendir ýmislegt í þá átt, að þessi sjávar-
hækkun haldi enn áfram i smáum stíl, við Faxaflóa og suð-
urströnd landsins. — Engin skeljalög eða aðrar jarðmynd-
anir hafa fundist, er gefi bendingar um það, hvort sjávar-
hiti eða loftslag hafi breytst á þessu hækkunarskeiði sjávar.
Sjávarlög þau, sem sumstaðar hylja fjörumóinn, eru víst að
miklu leyti nútíma myndanir, eða svo ung að eigi er von
til að þau hafi að geyma minjar verulegra breytinga í þá átt.
Jeg hefi áður ritað um fornskeljalög, er jeg hefi kannað
í Breiðafirði, er myndast hafa við endalok jökultímans og
síðar (G. G. Bárðarson 1921). í Holtalandi og Tjaldanesi í
Saurbæ við Gilsfjörð, hafa fundist fornar skeljar, er lifað
hafa í svellköldum sæ við svipuð lífsskilyrði og nú eru í
hinum norðlægari heimskautahöfum, t. d. við norðurhluta
Grænlands, Spitsbergcn- og Slberiustrendur. Einkennisteg-
undirnar í lögum þessum eru jökultodda (Portlandia arctica,
Gray) og ýmsar fleiri íshafs-tegundir. Eru þetta elstu skelja-
leifarnar frá þessu tímabili eftir jökultímann. Bera þær vott
um kaldranalegri lifsskilyrði en aðrar skeljaleifar, er þar hafa