Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Blaðsíða 90
86
Vesturland, hafa verið 40 mm.!), en við Norðurland 42 mm.
Við Grænland verður tegund þessi um 50 mm. og skelj
arnar mjög þykkar. Samkvæmt þessu eru líkur til að skelteg-
undir pœr, sem í lögum þessum finnast, hafi lifað við svipuð
lifsskilyrði og við vesturströnd Grœniands.
Skeljalögunum í Melabökkum, Ásbökkum, við Súlueyri,
Laxá, Leirá og Urriðaá svipar mikið til ofannefndra laga.
Algengustu tegundirnar þær sömu t. d. Pecten islandicus,
Mya truncata, Saxicava rugosa, Astarte elliptica og A.
Banksii. Hjer fann jeg þó ekki Sipho togatus eða Astarte
Banksii, var. Warhami, en af tegund þessari fann jeg þar
bæði höfuðtegundina (typica) og var. striata. Saxicava er
hjer heldur ekki eins stórvaxin (40-46,5 mm.). Er hugsan-
legt að lög þessi sjeu mynduð í lítið eitt hlýrri sjó t. d.
eins og við austurströnd íslands. En lög þessi eru tæplega
nógu vel rannsökuð, til þess að úr því verði skorið. Yfir-
leitt svipar þessum lögum talsvert tii undirlaganna í leir-
bökkunum í Borgarfirði (Neðranes).
Efra leirlagið í bakkanum hjá Gröf við Hvalfjörð (ca. 16
m. y. s.), virðist vera samsvarandi efstu og yngstu skelja-
lögunum í marbökkunum í Borgarfirði. í þá átt bendir
gluggaskelin (Anomia squamula) er var í laginu. Hefir það
myndast, er sjór var farinn að hlýna. Lögin hjá Brekkuhöfða
(4 — 6 m. y. s.) eru víst mun yngri, frá þeim tíma er sjáv-
arlækkunin síðast var langt á veg komin. Par eru borealar
tegundir tiltölulega margar (29%; Cyprina islandica, Mytilus
edulis). Hörpudiskarnir (Pecten islandicus), sem víða hittast
þar í sömu stellingum og í lifanda lífi, gætu hafa lifað þar
þegar sjávarborð lá ca. 20 m. hærra en nú.
Skeljalögin hjá Katanesi eru auðsjáanlega fjörumyndun frá
þeim tíma, þegar sjórinn var að lækka og náði ca. 2 m.
hærra en nú. Enda eru þar tegundir af suðlægum uppruna
■) í grein um skeljar við Vesturland (G. G. Bárðarson, 1920, bls. 70)
get jeg um nokkrar skeljar af þessari tegund, er fundist hafa í fjöru
á Langasandi hjá Akranesi; voru þær 52,5 mm. á lengd og ellileg-
ar að útliti. — Skeljar þessar hafa óefað verið fornskeljar úr lög-
unum þar í bökkunum.