Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Blaðsíða 6
2
Marbakkar eru myndaðir af sjávarlögum (möi, sandi, leir
o. s. frv.), er safnast hafa saman fyrir neðan sjávarmál á
mararbotni. Þegar landið reis úr sjó, hafa ár og lækir grafið
djúpa farvegi í sjávarlögin og sópað nokkru af þeim burtu
umhverfis farvegina. Pegar særinn fór lækkandi og sjávar-
Iög þessi hófust úr sjó, hafa öldurnar við ströndina etið
framan úr þeim og mótað í þá ný fjöruborð og brimklif.
Við umrót þetta hafa hinir fornu mararbotnar skorist í sund-
ur, og myndast í þá þrep og stallar. Nú líta þeir út sem
allhá malarþrep, er skipað er á svipaðri hæð meðfram fjalla-
hlíðunum fyrir neðan hin efstu sjávarmörk, eða allvíðlendir
melar eða grasi gróin flatlendi, umgirt af lækkandi þrepum eða
bröttum melbrekkum, þar sem hin fornu sjávarlög (leirlög,
sandlög) koma glögglega í Ijós.
Marbökkunum má skifta í tvo flokka.
1) Sumir eru myndaðir á grunnsævi með fram ströndinni,
af grjóti, möl og grófum sandi, er skolast hefir af brim-
rótinu frá ströndinni og safnast saman, þar sem svo var
djúpt, að ölduhreyfingin gat eigi náð til að hreyfa það úr
stað. Svara þeir til marbakkanna, sem svo eru nefndir í
daglegu máli, og víða mynda bratt þrep í sjónum með
ströndum fram, fyrir neðan lágfjörumark. Út til nesja, þar
sem ölduhreyfingin er mest og nær niður á meira dýpi, er
hæðarmunurinn á marbökkum þessum og fjöruborði mest-
ur; en inni í fjörðum og lygnum víkum geta slíkir marbakk-
ar myndast á grunnsævi, stundum sem beint áframhald af
sjálfri fjörunni. Mest kveður að þessurn myndunum, þar
sem ár og lækir bera möl og sand til sjávar. Þar eru mar-
bakkarnir oft beint áframhald af óseyrum ánna.
2) Aðrir eru myndaðir á meira dýpi fjarri ströndinni, af
leir og fínum sandi, er særinn hefir dreift yfir hafsbotnana
(leirbakkar). Síðar, þegar landið tók að rísa úr sjó og dýpið
minkaði, hafa sand- og malarlög safnast ofan á leirinn. í
fjörðum inni og í lygnum víkum, þar sem öldugangs gætir
eigi, geta leirlög myndast á grunnsævi, jafnvel fyrir ofan
lágfjörumark, einkum þar sem útfiri er mikið og ár bera
mikinn leir til sjávar.
Þar sem marbakkar eru bæði myndaðir af leirlögum, sand-