Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Page 6

Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Page 6
2 Marbakkar eru myndaðir af sjávarlögum (möi, sandi, leir o. s. frv.), er safnast hafa saman fyrir neðan sjávarmál á mararbotni. Þegar landið reis úr sjó, hafa ár og lækir grafið djúpa farvegi í sjávarlögin og sópað nokkru af þeim burtu umhverfis farvegina. Pegar særinn fór lækkandi og sjávar- Iög þessi hófust úr sjó, hafa öldurnar við ströndina etið framan úr þeim og mótað í þá ný fjöruborð og brimklif. Við umrót þetta hafa hinir fornu mararbotnar skorist í sund- ur, og myndast í þá þrep og stallar. Nú líta þeir út sem allhá malarþrep, er skipað er á svipaðri hæð meðfram fjalla- hlíðunum fyrir neðan hin efstu sjávarmörk, eða allvíðlendir melar eða grasi gróin flatlendi, umgirt af lækkandi þrepum eða bröttum melbrekkum, þar sem hin fornu sjávarlög (leirlög, sandlög) koma glögglega í Ijós. Marbökkunum má skifta í tvo flokka. 1) Sumir eru myndaðir á grunnsævi með fram ströndinni, af grjóti, möl og grófum sandi, er skolast hefir af brim- rótinu frá ströndinni og safnast saman, þar sem svo var djúpt, að ölduhreyfingin gat eigi náð til að hreyfa það úr stað. Svara þeir til marbakkanna, sem svo eru nefndir í daglegu máli, og víða mynda bratt þrep í sjónum með ströndum fram, fyrir neðan lágfjörumark. Út til nesja, þar sem ölduhreyfingin er mest og nær niður á meira dýpi, er hæðarmunurinn á marbökkum þessum og fjöruborði mest- ur; en inni í fjörðum og lygnum víkum geta slíkir marbakk- ar myndast á grunnsævi, stundum sem beint áframhald af sjálfri fjörunni. Mest kveður að þessurn myndunum, þar sem ár og lækir bera möl og sand til sjávar. Þar eru mar- bakkarnir oft beint áframhald af óseyrum ánna. 2) Aðrir eru myndaðir á meira dýpi fjarri ströndinni, af leir og fínum sandi, er særinn hefir dreift yfir hafsbotnana (leirbakkar). Síðar, þegar landið tók að rísa úr sjó og dýpið minkaði, hafa sand- og malarlög safnast ofan á leirinn. í fjörðum inni og í lygnum víkum, þar sem öldugangs gætir eigi, geta leirlög myndast á grunnsævi, jafnvel fyrir ofan lágfjörumark, einkum þar sem útfiri er mikið og ár bera mikinn leir til sjávar. Þar sem marbakkar eru bæði myndaðir af leirlögum, sand-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Rit (Vísindafélag Íslendinga)

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit (Vísindafélag Íslendinga)
https://timarit.is/publication/1735

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.