Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Blaðsíða 72
68
Samkvæmt þvf, sem hjer er sagt, virðist liggja næst að
ætla, að fjörumórinn sje upphaflega myndaður i mýrum á
landi. Þegar mórinn myndaðist, hefir sjávarflötur hjer i fló-
anum liklega legið nokkru iœgra en nú, en hœkkað eftir það
og sjórinn gengið yfir móinn. Eigi verður með vissu sagt, hve
miklu lægra en nú særinn hefir legið, þegar mórinn mynd-
aðist. Líklega hefir sjórinn þá verið minst 4 —5 m. lægri,
eða sem svarar fjöruhæðinni milli lág- og háfjörumarks, þar
eð mórinn nær víða niður að lágfjörumarki. Vel getur verið,
að sjávarflötur hafi komist enn lægra, þvf að eigi er víst,
nema mólög nái sumstaðar niður fyrir lágfjörumark, þó að
enn hafi þeirra ekki orðið vart þan
Pessi lækkun sjávarins niður fyrir núverandi sjávarmál
hefir sjálfsagt verið áframhald hinnar sömu miklu sjávar-
lækkunar, sem varð þess valdandi, að sæmyndanir þær, sem
lýst hefir verið hjer á undan, hófust úr sæ. Miklu síðar,
máske tiltölulega skömmum tíma á undan landnámstíð, hefir
sjórinn hækkað aftur og flætt yfir fjörumóinn. Ef til vill
heldur sú sjávarhækkun (eða lækkun landsins) áfram enn á
vorum dögum við Faxaflóa, þótt hægt fari.
6. 2>reytingar á sjáuarhæð í nútíð
eða síðan á landnámstíð.
Breytingar á hæð sjávarins við strendurnar eru að jafn-
aði svo hægfara, að eigi er auðið að sjá, hverju munar
á öld eða skemri tíma, nema nákvæm merki sje við að
miða. Um langan aldur hafði alþýða manna norðan til í
Svíþjóð veitt því eftirtekt, að særinn lækkaði og landi skaut
úr sjó meðfram Botniska flóanum. Um miðja 18. öld voru
höggvin merki í klappir þar norður með ströndinni, til þess
að miða við breytinguna síðar meir. Við síðari athuganir
kom það í ljós, að norðan til við ströndina (64° N. Br.)
liafði landið hækkað að meðaltali um 1,23 cm. á ári frá