Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Blaðsíða 16
12
liáar (H:L = 90 — 93,6%). Hinar eru tiltölulega langar,
(H:L= 83 — 89,3%) og íeljast því til afbrigðisins var. striata,
Leach.
Astarte elliptica (Dorraskel), 49 sk. (L. 33,5).
Macoma calcaria (Hallloka), 2 brot.
Mya truncata (Sandmiga), ö sk. og 4 láshlutar (L. 55).
Allar skeljarnar þunnar og eftri endinn þverstýfður á öll-
um nema á einni, sem er skástýfð að aftan.
Thracia truncata (Hrukkusnekkja), 2 sk., 1 láshluti (L. 36,5).
Natica clausa (Meyjarpatta), 1 eint. (H. 9,5).
Trophon clathratus (Kambdofri), 1 eint. (H. 22,4).
Balanus sp. (Hrúðurkarl), 1 eint., 4 skelhlutar.
í annari lækjargróf nokkuru norðar var jarðlagaskipunin
sem hjer segir:
1. (efst) Grassvörður.
2. Moldarblandinn leir % m.
3. Sandlög skeljalaus m.
4. Lagskift Ieirlög 5 m. Sandflár innan um leirinn ofan
til á stöku stað. En þunn sandlög á milli leirlaganna neðan
til í laginu. Skeljar nokkrar voru í lagi þessu, einkum neð-
an til fann jeg, fastar í laginu, samlokur af Astarte elliptica
og Bela violacea.
5. Malarborinn, sandblandinn Ieir, % m. á þykt, það sem
sást af laginu. Lag þetta var allauðugt af skeljum. Fann
jeg fastar í laginu Astarte elliptica (samlokur) og Mya trun-
cata, í sömu stellingum og hún hefir lifað (in situ); einnig
fann jeg hjer krabba (Hyas) að mestu heilan, og ýmsir
steinarnir voru vaxnir hrúðurkörlum að ofan. í gilskorningi
þessum fann jeg eftirfarandi tegundir (voru þær flestar laus-
ar í leirruðningum í gilinu):
Leda pernula (Trönuskel), 3 sk. (L. 15).
Astarte Banksii (Lambaskel), 2 sk. (L. 13 mm.).
Bæði aðaltegundin (typica) og þó öllu meira af lengra af-
brigðinu (Var. striata; H:L=83 —89%).
Astarte borealis (Gimburskel), 1 sk. (L. 28,5).
Astarte elliptica (Dorraskel), 1 samloka og 49 sk. (L. 30).
Macoma calcaria (Hallloka), 3 brot, eitt þeirra af stórri skel.