Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Blaðsíða 39
35
Macoma calcaria (Hallloka), 2 sk. og nokkur brot (L. 29.3).
Mya truncata (Sandmiga) nokkrar skeljar brotnar.
Saxicava rugosa (Rataskel), 9 sk. (L. 37) í meðallagi þykk-
ar og heldur langar eftir stærð (v. pholadis).
Buccinum undatum (Beitukóngur), 2 eintök brotin.
Balanus sp. (Hrúðurkarl), 2 eintök og nokkur brot. Tals-
vert var hjer af smáum skeljabrotum, en heilar skeljar held-
ur fágætar. Líklega eru skeljalög þessi seint mynduð, þegar
sjávarlækkunin var vel á veg komin.
Lítil vík (Belgsholtsvík) skilur bakka þennan frá hinum
háu Melabökkum. Óvíst er þó að leirlög þessi hjá Belgs-
holti sjeu áframhald leirlaganna í Melabökkum. Líklegra að
þau sjeu mun yngri, því að skipun laganna er ósvipuð og
leirlögin hjá Belgsholti miklu lausari í sjer.
Háu melbakkarnir byrja hjá Melum og eru nefndir Mel-
bakkar þaðan og suður að melhorni, er gengur vestur úr
þeim upp undan svonefndum Landhólma. Par fyrir sunnan
beygja þeir til S.A. og heita Ásbakkar hjá bænum Ási suð-
ur að Súlueyri.
Særinn fellur alveg upp að bökkunum um flæði. Brýtur
brimið árlega framan úr þeim, því að leirlögin undir í bökk-
unum etast stöðugt af briminu, svo að efri lögin hrynja niður.
Ekkert stórgrýti eða stærri steinar eru í jarðlögunum í
bökkunum, er safnast geti í fjöruna þeim til hlífðar. Hjá
Landhólma eru klettahleinar í fjörunni, er hlífa nokkuð fyrir
briminu; þar hefir sjónum orðið minna ágengt, svo að dálítið
nes eða melhorn skagar þar fram úr bökkunum. Par er
líka aflíðandi skriða upp bakkana; er það eini staðurinn,
þar sem komist verður upp á þá, norðan til, og svo í gilskorn-
ingi hjá Ási. Alstaðar annarsstaðar eru bakkarnir þar þver-
hníptir. F*að er því ógaman að króast af flóði undir bökk-
unum; hvergi er þá fjöruræma til að standa á og auk þess
hættulegt að standa nærri bökkunum vegna malarhruns úr
þeim hið efra.
Hjá Melum eru bakkarnir hjer um bil 30 m. háir y. s.
Þar er jarðiagaskipunin þessi:
3*