Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Blaðsíða 20
16
Saxicava rugosa (Rataskel), 1 sk. gölluð.
Zirphœa crispaia (Bergbúi), 1 brot, í lausum leirruðningi.
Ennfremur 1 eint. og nokkur brot af hrúðurkörlum.
Lagskipunin ber vott um minkandi dýpi meðan lögin
voru að myndast. Einkennistegundirnar (Leda og Nucula)
eru leirbotnstegundir, er lifa hjer við land á talsverðu dýpi
(ca. 20 m.). Skeljaleifarnar hafa eigi sjerstakan kuldasvip.
Zirphæa bendir frekar í hina áttina; af Mya og Nucula
finnast hjer heldur ekki þau afbrigði, sem algengust eru í
íshafinu.
Sunnanvert við Pverá, milli Kaðalstaða og Lunda, eru
leirbakkar við ána og eins við iæk, er rennur í ána milli
bæjanna. Hjer ná marbakkarnir 20 — 25 m. y. s. I bökkum
árinnar umhverfis iækjarmynnið eru þykk lög af lagskiftum
leir, en sandlög og núin möl ofan á. Rar fann jeg eigi
skeljar.
Fyrir ofan túnið á Kaðalstöðum ganga klettabelti að ánni;
fann jeg dálítið af skeljum í grýttum leir, þar sem leirlögin
enda við bergið (Leda pernuia, Mya truncata og Saxicava
rugosa, Pecten islandicus). Lítið var af skeljunum og flestar
brotnar.
Upp með læknum eru lagskift leirlög hulin möl og sandi;
ofar með læknum eru jökulnúnar klappir undir leirnum og
jökulruðningur. Strjálingur af skeljum var í leirnum við læk-
inn. Við lækinn og fyrir ofan Kaðalstaði safnaði jeg eftir-
farandi tegundum:
Nucula tenuis (Gljáhnytla), 8 sk. 2 brot (L. 11), við lækinn.
Leda pernula (Trönuskel) 5 sk. (L. 18), frá báðum stöðum.
Pecten islandicus (Hörpudiskur), 1 brot, hjá Kaðalstöðum.
Axinus flexuosus (Hrukkubúlda) 1 sk. (H. 5), við lækinn.
Macoma calcaria (Hallloka), 1 sk. (L. 28), við lækinn.
Mya irurcata (Sandmiga), 1 sk. og 2 láshlutar (L. 27),
skeljarnar þunnar, en lítið eitt skástýfðar, frá báðum stöðum.
Saxicava rugosa (Rataskel), 4 sk. (L. 35), frá báðum
stöðum.
Balanus sp. (Hrúðukarl), ca. 20 skelhlutar, frá báðum
stöðum.
Þorvaldur Thoroddsen hefir áður talið skeljar frá Kaðal-