Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Blaðsíða 70
66
én engar heillegar sæskeljar. Ofan á sandlögum þessum eru
sandblandin lög (lag 7 á 6. mynd) með leifum eftir menn
(sauðabein o. fl.). Sjávarlögin í bökkunum við Langasand
(2 — 3) ganga inn undir mólögin. Hljóta þvi fjörumólögin að
vera yngri en þau.
Við innri endann á Lambhússundi og við Krókalón vest-
an til á Akranesi er einnig fjörumór, er gengur niður að
lágfjörumarki. Ofan á mónum fyrir ofan fjöruna eru sand-
Iög, sem vel geta verið mynduð af foksandi, að minsta
kosti fann jeg hvergi skýrar sannanir fyrir því, að sær hefði
gengið yfir lögin fyrir ofan fjöru. En í fjörunni eru mólög-
in hulin sandi og sjávarmöl. — Undir fjörumónum í
Krókalóni er brinmúin möl, er sýnir að sær hefir gengið
hjer yfir áður en mórinn myndaðist. Er mölin menguð af
járnefnum (oxideruð) undir mólögunum niður í fjörunni
(mýrarbotn ?)
Athuganir þessar sýna, að fjörumórinn er yngri en hinar
fornu scemyndanir á nesinu og hlýtur því að hafa myndast
eftir að sævarhækkunin mikla var um garð gengin. Menn
þekkja engin dæmí þess, að mór hafi myndast í sjó. Hann
myndast aðeins á landi í mýrum og mýrartjörnum, þar sem
súrt mýrarvatn eyðir smáverugróðri (bakteríur, sveppir etc.)
í jarðveginum, og loft og birta komast eigi að, til þess að
hafa bein áhrif á jurtaleifarnar. Par safnast jurtaleifarnar sam-
an ár frá ári, án þess að rotna eða leysast í sundur og
myndast þannig smám saman þykk mólög.
Nú finst fjörumórinn á Akranesi og víða annarsstaðar við
Faxaflóa neðarlega í fjörum, þar sem sjór flæðir yfir. Pegar
mórinn myndaðist, hefir særinn ekki getað flætt yfir staði
þá, er fjörumórinn nú finst á, annars hefði mórinn ekki
getað myndast.
F*að eru því miklar líkur til, að sjávarborð hafi staðið lœgra,
þegar mórinn myndaðist, heldur en nú, en hafi síðan hækk-
að aftur upp að núverandi flæðarmáli og um leið flætt yfir
móinn.
Reyndar er hugsanlegt, að mór geti myndast í lónum eða
dældum, er liggja lítið eitt lægra en flæðarmál, þar sem
landslagið er þannig, að girt er fyrir innrás sjávarins. En í