Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Blaðsíða 8
4
sjávar, selía, botnlag), sem eru við hennar hæfi, til þess
að geta lifað og þróast.
Sumar tegundir af norrænum uppruna (arktiskar) lifa eigi
nema í norðlægum heimskautahöfum, aðrar finnast ekki
sunnar en við norður- og austurströnd íslands, og enn
aðrar lifa eigi sunnar en við Vesturland.
Sumar tegundir af suðrænum uppruna lifa eigi norðar
en við suðurströnd íslands, en norðurtakmörk sumra þeirra
eru í Faxaflóa og sumra í Breiðafirði eða við Vestfirði. Af
sæskeljaleifum í fornum sjávarlögum má því oft fá vitneskju
um það, hve hlýtt hafi verið í sjónum, þar sem lögin mynd-
uðust. Er þá bygt á því, að hinar einstöku tegundir hafi
verið bundnar við sömu Iífsskilyrði fyr á tímum eins og á
vorum dögum.
Jeg hefi hjer talið algengustu sjávarminjar og einkenni
þeirra. Venjulega er sæmilega auðvelt að þekkja þær frá
öðrum svipuðum jarðmyndunum. En oft er aðgreiningin
svo óglögg, að eigi er auðvelt úr að skera. Verðum vjer
að hafa það í huga, að grjót og möl getur núist og orðið
hnöttótt í straumvatni, og ár safna núinni möl á eyrar
meðfram farvegum sínum; lagskift lög af leir og sandi
myndast einnig í lygnu, fersku vatni eða stöðuvötnum.
Klettaþrep geta einnig myndast í klettahlíðum, þar sem
lint móbergslag er á milli berglaga, er eyðist fyr af áhrifum
lofts, vatns og frosta en basaltlögin sjálf. Fuglar og refir
hafa getað borið skeljar úr fjörunni á land upp, og skelja-
brot berast sumstaðar með foksandi nokkuð upp frá sjó.
Skriðjöklar geta og ekið fornum sjávarlögum með skeljum
úr lægðum á hærri staði, jafnvel upp fyrir þau mörk, er
sjór hefir náð til.
Pað er því margt, sem valdið getur ruglingi og gert að-
greininguna óvissa milli fornra sjávarlaga og líkra jarð-
myndana, er myndast á landi og í fersku vatni. Er því
óvarlegt að treysta um of einstökum athugunum, nema
því gleggri sjeu. En margar athuganir, er fara í sömu átt
og styðja hver aðra, skapa fyrst vissuna. Pegar víðáttumikil
láglendi eru alþakin lagskiftum lögum af leir, sandi og möl,
sem hafa að geyma skeljalög með skeljum í sömu stell-