Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Blaðsíða 41
37
Astarte Banksii (Lambaskel), 2 sk (L. 18,9) var. striata
(H: L. 84%) heldur fágæt.
Astarte elliptica (Dorraskel), 25 samlokur, 5 sk. (L. 34)
all-algeng neðarlega í laginu.
Macoma calcaria (Hallloka), 1 skel brotin.
Mya truncata (Sandmiga), 2 sk., 7 láshlutar og nokkur
brot. Heldur þykkar, sumar skástýfðar. Hittast í leirnum í
sömu stellingum og þær hafa lifað; algeng.
Saxicava rugosa (Rataskel), 1 heil skel og 7 brot (L. 37);
flestar heldur þykkar.
Neptunea despecta (Hafkóngur), 1 eintak (H. ca. 30) föst
1 laginu 1—2 m. fyrir ofan fjöru.
Balanus sp. (H úðurkarl), nokkur brot.
Fyrir sunnan Mela suður undir melshorni hjá Land-
hólma er mjög lítið af skeljum í bökkum og sumstaðar gat
jeg engar fundið.
2.S~- 3o -v s
3. Mynd. Jarðlagaskipun í Melabökkum,
í bugnum fyrir sunnan Mela.
Lagskipunin er og mjög breytileg suður eftir bökkunum.
I bugnum fyrir sunnan A4ela ber miklu meir á sandi en
möl ofan á leirlögunum. Sumstaðar gengur og bugðótti
leirinn, er myndar undirlag bakkanna (6 á 2. mynd),
mjög mishátt upp í bakkana, og yfirborð hans virðist vera
dældóttara og þau lög ekki samlæg (concordant) með lögum
ofan á. Til að sýna þetta hef jeg dregið upp til minnis
þverskurð af Iögunum, sem sýndur er á 3. mynd.