Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Blaðsíða 76
72
hœðarmörkunum (takmarkalína þeirrar sjávarhækkunar, er
gekk hjer yfir, þegar nákuðungurinn (Purpura lapillus) iifði
hjer við Norðurland) niður að fjörunni, og hjer um bil und-
antekningarlaust er fremsti malarkamburinn, sem nú er að
myndast, lœgstur. Virðist þetta bera vott um, að sjórinn varpi
nú eigi grjóti og möl eins hátt upp og áður, og hafi því
verið eða sje í lækkun.
Við Faxaflóa, þar sem svipað hagar til, og malarkambar
eru og hafa verið að myndast, er reglan alt önnur. — Par
eru yngstu malarkambarnir, sem eru að myndast, nœst fjör-
unni, oftast mun hœrri en nœstu kambarnir bak við. Petta
virðist aðeins verða skýrt á þann veg, að særinn sje í hækk-
un og varpi mölinni hærra upp en áður. Skulu hjer tilfærð
nokkur dæmi.
Ofanvert við vitann á Akranesi, við svo nefnda Breið,
norðan til við Suðurflös er malarkambur við fjöruna, sem
sjórinn varpar grjóti upp á í brimflóðum. Er kamburinn
1—2 m. hærri en landið bak við.
Miili Grafar og Lágstaðagils, við Hvalfjörð undir Akra-
fjalli, er láglend mýri á kafla við sjóinn. Framan til á mýr-
arjaðarinn hefir brimið hlaðið upp malarkamb af allstórum
steinum, sem er ca. 1 m. hærri en flatlendisræman fyrir
ofan. Austan á Viðey voru Iágir öldumyndaðir malarkambar
við fjöruna; voru þeir fyrir nokkrum árum jafnaðir undir
fiskreiti. Var yngsti malarkamburinn, er særinn var að mynda
næst fjörunni, '/2 — 1 m. hærri en neðstu kambarnir fyrir
ofan. Fyrir neðan spítalann á Kleppi eru lágir malarkamb-
ar við fjöruna; þar er fremsti kamburinn nokkru hærri en
hinir eldri. í Víkinni sunnan við Laugarnesspítalann er mal-
arkambur, sem sjórinn enn eykur við; er hann talsvert hærri
en landið rjett fyrir ofan. Vestast á Suðurnesi við Skerja-
fjörð er brimið að mynda malarkamb af stórri möl og
grjóti, sem þegar er orðinn 1 m. hærri en landið fyrir
ofan.
í víkinni, innanvert við Suðurnes, er malarkambur ofan í
mólögum meðfram fjörunni, eins og áður er getið; er hann
2 m. hærri en landið næst fyrir ofan. Fyrir ofan hann er
tjörn eða lón. Að kunnugra manna sögn er sjórinn að