Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Blaðsíða 88
84
í efri marbökkunum, fyrir ofan þessi mörk, tókst mjer
hvergi að finna skeljar eða dýraleifar í Borgarfirði. Finnast
þó lagskift leirlög sumstaðar í bökkum þessum 50 — 55 m.
hátt y. s. (Fosstúnsmelar, efri marbakkarnir við Geldingaá
og Leirá í Leirársveit).
Skeljalögin í Pingnesi liggja utar á láglendinu og miklu
lægra en hin önnur skeljalög, er jeg hefi talið í Borgarfirði,
eða 4 — 6 m. y. s. Þar er þriðji hluti tegundanna af suðlæg-
um uppruna (borealar). Þar á meðal Mytilus modiolus og
Cyprina islandica. Lögin hljóta því að vera mynduð í held-
ur hlýjum sjó. Nucula tenuis og Leda pernula fann jeg
einnig neðan til í lögum þessum. Líklega eru lög þessi
mynduð síðar en skeljalögin ofar á láglendinu, þegar sjávar-
lækkunin var lengra komin á veg. Ef til vill hefir sjórinn
þá staðið ca. 25 m. hærra en nú, er neðri hluti þessara
laga myndaðist (leirlögin með Leda og Nucula), en efri hluti
laganna (malar- og sandlögin) hefir myndast við framhald
sjávarlækkunarinnar.
c) Fornskeljalög fyrir sunnan Hafnarfjall.
Fyrir sunnan Flafnarfjall eru fornskeljalög fundin á 12
stöðum. Par ná skeljalögin víðast eigi hærra en ca. 10
m. y. s.
I Ásbökkum og í Gröf ná þau þó 15 — 16 m. y. s. og
við Laxá í Leirársveit 20 m. y. s. Yfirborð melbakkanna, er
skeljalögin finnast í, liggja hæst 20 — 30 m. y. s. (Melar,
Gröf).
Lagskipun leirbakkanna er svipuð og í Borgarfirði, malar-
og sandlög efst, svo leirlög, og sumstaðar malarborin leir-
lög neðst. Við Gröf deilast leirlögin í tvent eins og hjá
Grjóteyri; er millilagið grjót, möl og sandur.
Leirbotnstegundir eru miklu fágætari hjer en í Borgarfirði.
Leda pernula er eigi fundin hjer nema á 3 stöðum (Ás-
bakkar, Leirá, Fleynesbakkar) og Nucula tenuis á 3 stöðum
(Laxá, Melabakkar og Ásbakkar), og alstaðar lítið af þeim.
Yoldia fann jeg þar hvergi. Enda var hjer mest um skeljar,