Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Blaðsíða 27
23
hefi lýst, bera engan sjerstakan kuldasvip. Allar tegundirn-
ar lifa enn við Vesturland og af Nucula og Mya hittast ein-
göngu þau afbrigði, sem algeng eru, þar sem sær eigi er
mjög kaldur. Öðuskelin lifir eigi heldur í mjög köldum sjó,
hittist t. d. hvorki við Orænland nje Spitsbergen, en um-
hverfis alt ísland er hún algeng.
Ofar kannaði jeg bakka Hvítár frá Hvernum neðan við
Brúarreyki upp að Kláffossi. Par eru víða með ánni leir-
bakkar með malarlögum ofan á; eru þeir víðast um og yfir
30 m. háir y. s, Víða hefir áin sópað sneiðum framan úr
hinum fornu marbökkum og hlaðið upp lágum þrepum í
staðinn af grjóti og möl, er hún hefir borið fram; má þar
sjá margskonar afbrigði af bergtegundum, er áin hefir flutt
framan úr dölunum.
Engar fann jeg sædýraleifar í marbökkunum á þessari
leið, nema á einum stað hrúðurkarla (Balanus balanoides)
í leirbökkum spöl fyrir ofan Brúarreyki. Þar eru háir, bratt-
ir bakkar við ána, er ná 30 —35 m. hátt y. s. Þar hafa lækir
grafið djúpar grófir niður í hin fornu sjávarlög. Neðst er
lagskiftur, talsvert sandblandinn leir með smáum steinvöl-
um á strjáli; jókst sandurinn í leirnum, er ofar dró. Efst
allþykk lög af heldur stórgerðri lábarinni möl og sandi.
Hrúðurkarlarnir voru einkum ofan til í leirlögunum, og
sátu þeir víða fastir á steinum í sömu stellingum, sem þeir
hafa lifað; á einum litlum steini, er jeg flutti með heim,
eru 23 heil eintök.
Jeg kannaði eigi Hvítárdalinn fyrir framan Kláffoss; ætl-
aði jeg mjer að gera það á norðurleið, en vegna tímaskorts
varð jeg að hverfa frá því. Dalurinn er allur láglendur með-
fram ánni. Fram að miðju eigi nema 35 — 40 m. y. s. og
þaðan fram til hrauna eigi nema 50 — 60 m. y. s. Frá Kláf-
fossi sá jeg áframhaldandi leirbakka með ánni fram á móts
við Síðumúla, og síðar hefi jeg frjett, að sæskeljar hafi fund-
ist í Ieirbökkum við ána niður frá Síðumúla.
Samkvæmt frásögn Porvalds Thoroddsen eru 20 — 30 m.
þykkir leirbakkar meðfram ánni bæði í Hvítársíðu og Hálsa-
sveit og ofan á þeim þykk malarlög, er þykna þegar ofar
dregur í dalinn, og efst í dalnum ganga hraun út á mel-