Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Blaðsíða 56
52
1. (efst ca. 20 m. y. s.) Möl og sandur 3 — 4 m.
2. Lagskiftur, mjúkur leir 5 — 6 m.; ofan til í honum tals-
vert af smáum hrúðurkörlum (Balanus) og nokkuð af hall-
lokum (Macoma calcaria)■, fann jeg þar eitt eintak af glugga-
• skel (Anomia squamula).
3. Efst smáger möl,
sandborin; neðar er möl-
in stórgervari og allstórir
núnir steinar innan um,
hinir stærstu alt að 1 m.
á þvermál; neðst hallandi
sandlög. Þyktin 6 — 7 m.
4. Lagskiftur, sandbor-
inn leir með strjáling af
núnum steinvölum og
stöku steinum stærri.
Pyktin 6 — 8 m. Allmikið
af skeljum í leirnum: rata-
skeljar (Saxicava), hörpu-
diskar (Pecten) og sand-
migur (Mya).
5. Undirlagið jökulnú-
ið berg, er kom fram undan leirnum við fjöruna.
Hjer safnaði jeg þessum tegundum:
Anomia squamula (Gluggaskel), 1 eintak í efra leirlaginu
(2) (Diam. 11).
Pecten islandicus (Hörpudiskur), 2 sk., 3 láshlutar og 9
brot önnur (H. 96,5). Skeljarnar heldur þykkar, allar teknar
í neðra leirlaginu (4).
Astarte Banksii (Lambaskel), 1 samloka (L. 15) og 3 skelja-
brot (L. ca. 20) (bæði höfuðtegundin (typica) og var. striata).
í neðra leirlaginu.
Astarte elliptica (Dorraskei), fundin í neðra leirlaginu.
Macoma calcaria (Hallloka), 2 sk., 4 láshlutar og nokkur
brot önnur (L. 26). Fundin í báðum leirlögunum.
Mya truncata (Sandmiga), 2 sk., 4 láshlutar og allmörg
brot önnur. (L. 55). Allar skeljarnar þykkar og heldur stutt-
7. Mynd. Jarðlagaskipun í marbakka
niður af Gröf. Sk. Ieirlög með forn-
skeljum.