Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Blaðsíða 89
85
þar sem leirinn var blandaður sandi og möl (efsti eða neðsti
hluti leirlaganna).
Mestur kuldasvipur virðist vera á skeljaleifunum í lög-
unum við Langasand á Akranesi, í Heynesbökkum og hjá
Oröf við Hvalfjörð. Eru þau lög án efa elst.
Við Langasand fann jeg Sipho togatus í leirlögunum undir
aðal skeljalaginu. Kuðungstegund þessi hefir eigi fundist
lifandi við ísland. Aðalheimkynni hennar er Norður-íshafið;
er hún þar algengur fylginautur jökultoddunnar (Portlandia
arctica), en hún lifir einnig lengra suður d böginn en jökul-
toddan. Pannig hefir hún fundist lifandi við Múrman strönd-
ina (fyrir vestan Hvítahafið) og við Vesturströnd Grænlands
langt suður fyrir suðurtakmörk jökultoddunnar (Odhner 1915).
Astarte Banksii var allalgeng í lögunum við Langasand.
Engin eintökin, er jeg safnaði þar, teljast til höfuðtegundar-
innar (typica), nokkur þeirra heyra til Iengra afbrigðinu var.
striata, sem lifir í kaldari sjó, eins og áður er getið; og
sumar eru mjög langar og teljast til þess afbrigðis, er nefn-
ist var. Warhami (H.: L. 78 — 81 °/o). Hefir það afbrigði eigi
fundist hjer við land, þetta afbrigði hittist fyrst við vestur-
strönd Orænlands og þar er var. striata lang algengust,
miklu algengari en höfuðtegundin. Við austurströnd Græn-
lands er afbrigðið Warhami hjer um bil eitt um hituna
(Jensen 1912).
Einkennistegundirnar í aðalskeljalögunum við Langasand
og Heynes og í neðra leirlaginu hjá Oröf, eru að öðru
leyti þessar: Pecten iclandicus þykkar og stórar skeljar (um
100 mm. og þar yfir); Saxicava rugosa, skeljarnar mjög
þykkar og stórar (alt að 51 mm.), Mya truncata, þykkar
skeljar með skásneiddum eftri enda (var. uddevallensis).
Pecten islandicus hittist nú á tímum af þessari stærð við
norður- og austurströnd íslands og við vesturströnd Grœn-
lands. Skástýfða, þykkskeljaða afbrigðið af Mya truncata á
einnig heima í kaldari höfum og er algengt við vcsturströnd
Grœnlands.
Svona stór eintök af Saxicava rugosa hafa eigi fundist
lifandi hjer við land. Stærstu eintök, sem fundist hafa við