Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Blaðsíða 47
43
þær flestar teknar í bökkunum móti Vogatungu, en nokkr-
ar ofar með ánni.
Nucula tenuis (Gljáhnytla), örfá brot fundin upp með
ánni laus í leirruðningi.
Leda pernula (Trönuskel), 1 brot upp með ánni laust í leir.
Pecten islandicus (Hörpudiskur), heldur algeng, 2 sk. og
brot af ca. 7 sk. Ekki mjög þykkar; nokkuð algeng.
Astarte Banksii (Lambaskel), 1 samloka, 2 sk. (L. 20). Ein
skelin telst til afbrigðisins var. striata (H.:L. 85%), hinar
til höfuðtegundarinnar.
? A. borealis (Gimburskel), talin í dagbók minni, en fanst
ekki meðal tegunda, er jeg flutti heim.
A. elliptica (Dorraskel), algeng, 6 sk. (L. 31).
Macoma calcaria (Hallloka), ekki algeng, 3 sk., gallaðar
og brotnar. (L. 25).
Mya truncata (Sandmiga), fremur algeng; 4 láshlutar og
nokkur brot, þykkar.
Saxicava rugosa (Rataskel), fremur algeng, 1 sk. heil; 3
sk. brotnar (L. 41), heldur þykkar.
Trophon clathratus (Kambdofri), 1 eintak.
Balanus porcatus (Hrúðurkarl), nokkur brot og skelhlutar
fastir á hörpudiskum.
Skeljarnar voru yfirleitt mjög gallaðar og brotnar.1 Svipar
') í ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar (E. Ólafsen &
B. Povelsen 1772, bls. 153 og 126) eru fyrst nefndar fornskeljar við
Leirá og Laxá. Telja þeir þaðan hörpudiska og kúskeljar (Cyprina
istandica). Síðari tegundina fann jeg við hvoruga ána. Jónas Hall-
grimsson kvað og hafa safnað skeljum við Leirá (Thoroddsen 1904,
bls. 50). Samkvæmt ákvörðun Jap. Steenslrups voru það þessar teg-
undir: Nucula tenuis, Nucula buccata (= L. pernula), Astartesemi-
sulcata (= A. borealis eða A. elliptica); A. Banksii; Teltina lata
(= Macoma calcaria); Pecten islandicus; Trophon clathratus; T.
Gunneri (= afbrigði af T. clalhratus); Mya iruncata; Saxicava rugosa.
Ennfrémur eftir farandi tegundir, er jeg ekki fann í lögunum : Triton
(Fusus = Neptunea eða Buccinum?) 2 teg.; Turritella sp., Marga-
rita cinerea; Lacuna 2 teg. ; Nucula nitida. Verið getur að sumar
af þessum tegundum kunni að finnast í lögunum, þó að jeg fyndi þær
ekki. Þó er mjer nær að halda, að hjer hafi blandast saman skeljar
frá öðrum stöðum. Nucula nitida er t. d. suðræn tegund, sem aldrei
hefir fundist hjer við land.