Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Page 8

Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Page 8
4 sjávar, selía, botnlag), sem eru við hennar hæfi, til þess að geta lifað og þróast. Sumar tegundir af norrænum uppruna (arktiskar) lifa eigi nema í norðlægum heimskautahöfum, aðrar finnast ekki sunnar en við norður- og austurströnd íslands, og enn aðrar lifa eigi sunnar en við Vesturland. Sumar tegundir af suðrænum uppruna lifa eigi norðar en við suðurströnd íslands, en norðurtakmörk sumra þeirra eru í Faxaflóa og sumra í Breiðafirði eða við Vestfirði. Af sæskeljaleifum í fornum sjávarlögum má því oft fá vitneskju um það, hve hlýtt hafi verið í sjónum, þar sem lögin mynd- uðust. Er þá bygt á því, að hinar einstöku tegundir hafi verið bundnar við sömu Iífsskilyrði fyr á tímum eins og á vorum dögum. Jeg hefi hjer talið algengustu sjávarminjar og einkenni þeirra. Venjulega er sæmilega auðvelt að þekkja þær frá öðrum svipuðum jarðmyndunum. En oft er aðgreiningin svo óglögg, að eigi er auðvelt úr að skera. Verðum vjer að hafa það í huga, að grjót og möl getur núist og orðið hnöttótt í straumvatni, og ár safna núinni möl á eyrar meðfram farvegum sínum; lagskift lög af leir og sandi myndast einnig í lygnu, fersku vatni eða stöðuvötnum. Klettaþrep geta einnig myndast í klettahlíðum, þar sem lint móbergslag er á milli berglaga, er eyðist fyr af áhrifum lofts, vatns og frosta en basaltlögin sjálf. Fuglar og refir hafa getað borið skeljar úr fjörunni á land upp, og skelja- brot berast sumstaðar með foksandi nokkuð upp frá sjó. Skriðjöklar geta og ekið fornum sjávarlögum með skeljum úr lægðum á hærri staði, jafnvel upp fyrir þau mörk, er sjór hefir náð til. Pað er því margt, sem valdið getur ruglingi og gert að- greininguna óvissa milli fornra sjávarlaga og líkra jarð- myndana, er myndast á landi og í fersku vatni. Er því óvarlegt að treysta um of einstökum athugunum, nema því gleggri sjeu. En margar athuganir, er fara í sömu átt og styðja hver aðra, skapa fyrst vissuna. Pegar víðáttumikil láglendi eru alþakin lagskiftum lögum af leir, sandi og möl, sem hafa að geyma skeljalög með skeljum í sömu stell-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Rit (Vísindafélag Íslendinga)

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit (Vísindafélag Íslendinga)
https://timarit.is/publication/1735

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.