Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Side 77

Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1923, Side 77
73 smáfæra kambinn upp og minka tjörnina. Einnig er Eiðs- tjörn norðan á nesinu stöðugt að minka, af því að særinn ekur smám samar. malarkambinum framan við hana upp á bóginn. Seltjörn hin forna, sem Seltjarnarnes dregur nafn af, er að sögn manna fyrir löngu horfin og sokkin í sæ; ein- ustu minjar eftir hana er lítið Ión með malarrifi fyrir fram- an, er kemur í Ijós við fjöru í víkinni fyrir sunnan Gróttu. Á Garðskaga er svipur malarkambanna hinn sami. Fyrir framan Gerðatjörn er nýr malarkambur, sem er hærri en landið fyrir ofan, og er sjórinn að smáfæra hann upp á bóginn. Eftir því sem Bjarni yfirkennari Sæmundsson hefir skýrt mjer frá, er reglan hin sama sunnan á Reykjanesi við Grinda- vík. Par hefir sjórinn hlaðið upp við fjöruna háum kömb- um af möl og stórgrýti, sem eru víða mun hærri en landið fyrir ofan. Austanfjalls liggur ströndin undir eyðingu af ágangi sjáv- ar. Eftir lýsingu Brynjólfs Jónssonar frá Minna-Núpi (Brynj- ólfur fónsson 1906) á hjeraði þessu, virðist það vera aðal- reglan þar, að kambar þeir af möl og stórgrýti, er særinn er að mynda og leikur um í flóðum, sjeu mun hærri en strandlengjan fyrir ofan (t. d. Baugstaðakambur í Árnes- sýslu). Á einum stað (hjá Baugstöðum) fann hann líka gamlar götur sporaðar í klappir, er særinn nú gengur yfir og brýtur af. Stefndu göturnar meðfram ströndinni og virt- ust þær vera leifar af alfaraveginum til forna. Virðist það vera sönnun þess, að sær hafi hækkað eða landið lækkað síðan götur þessar tróðust, eftir landnámstíð. Á norðanverðu Snæfellsnesi, t. d. fyrir botni Grundar- fjarðar, eru malkambar meðfram ströndinni, er fara hækk- andi fram að sjónum; merki hins sama fann jeg einnig í Kolgrafafirði. I hjeruðunum þar fyrir norðan, við Breiðafjörð og Vest- firði, þar sem jeg hefi farið um eða haft spurnir af, fara yngstu malarkambarnir við strendurnar lækkandi niður að fjöru. Merkjalínan milli þessa mismunandi útlits malarkambanna virðist eftir þessu liggja norðanvert á Snœfellsnes, í ná-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Rit (Vísindafélag Íslendinga)

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit (Vísindafélag Íslendinga)
https://timarit.is/publication/1735

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.