Borgfirðingabók - 01.12.2005, Page 10
Borgfirðingabók 2005
fyrr á tímum. Grunar mig að hin gestrisna
þjóð sem Islendingar voru hafi að einhverju
leyti skammast sín að ræða um það að fólk
hafi látið sér detta í hug að taka gjald fyrir
kaffisopa af fólki sem var á leið milli bæja og
hafi því látið ógert að minnast á það. Þegar ég
hóf að kanna þessa starfsemi sögðu margir að
á þessum eða hinum bænum hefðu hús staðið
opin fyrir gestum og gangandi og öllum verið
veittur sá beini sem þurfa þótti. En ef grannt er
leitað má finna frásagnir af því tagi frá fyrstu
tíð landnáms.
Atli Válason ok Asmundr son hans námu land
frá Furu til Lýsu. Asmundr bjó í Langaholti
at Þórutóptum; hann átti Langaholts-Þóru.
En þá er Asmundr eldisk, skilðisk hann við
Þóru fyrir mannkvæmð [gestagang] ok fór í
Öxl at búa til dauðadags. . . . Þóra lét gera
skála of þjóðbraut þvera ok lét þar jafnan
standa borð, en hon sat úti á stóli ok bauð
hverjum, er mat vildi eta.2
I skjali frá um 1100 er skrá um gjöf Tanna
og Hallfríðar til sæluhús á Bakka. Ekki finnst
áður sagt frá að í fornöld hafi verið almenn
gistinga- eða veitingahús. En þetta skjal greinir
frá slíku.3 Bakki þessi er sennilegast Ferjubakki í Borgarfirði þar
sem verið hefur ferjustaður yfir Hvítá í Borgarfirði frá alda öðli. Er
bær þessi í þjóðbraut fyrir þá sem voru að fara vestur um héruð, yfir
Skarðsheiði hina vestari, að Staðarhrauni í Hraunhreppi, Hítardal og
Stað á Ölduhrygg, en á öllum þessum stöðum sátu höfðingjar fyrrum.
Staðnum Undir Hrauni, (Staðarhrauni), sem Hallfríður og Tanni gáfu
kirkjunni fylgdi kvöð er hljóðar svo
Sa maþr er þar byr scal ala um nott hvern mann þeirra er
hann hyggr til goþs at alinn se.4
Forsendur þess að sala á veitingum og gistingu hófst voru mis-
ðlver—llreðavaín |
Dajílogar fcxtSr g
, frá Rcykjavík kl lUh, |
i ncroa laugant JkJL 2 c. h. §
meG m.s. Víð».
Þortkir ►. Þóríarwti. f
Reykholt
Fcrðir frá Rcvkjovík j
mán utiaga og þrföjudaga j
ki. 11 rncð ms. ViðL
Mannús Gunnkaesjwn.
Ölver %
Tjatósía^ur — Vritingar jg
V<-itio«abús»ð Ölvtr.
Morgunblaðið 22.júlí
1944.