Borgfirðingabók - 01.12.2005, Page 12
10
Borgfirðingabók 2005
um. Ef sex til átta manna hópar komu hringdu þeir á undan sér. Ekki
voru þau húsakynni á Þyrli að sérstaklega hefði verið gert ráð fyrir
allri þeirri gestamóttöku sem þar var. Ef gestir voru margir gengu
heimamenn úr rúmum og fluttu sig þá upp á geymsluloft eða út í hlöðu.
Gestir borðuðu yfirleitt í borðstofunni en ef einn og einn slæddist inn
var honum boðið að borða með heimamönnum í eldhúsi. Einn tíðra
gesta á Þyrli var Sigurður Ólafsson söngvari og var þá oft á leið á
hestamannamót á Ferjukotsbökkum með Glettu sína ásamt öðrum
hestamönnum.5 Þá stóð Ferðafélag íslands fyrir skemmtiferðum þar
sem farið var á skipi inn Hvaltjörð að Þyrli, þar sem deginum var síð-
an eytt í það að ganga á Þyril eða inn að fossinum Glym. Sumir fóru
um Leggjabrjót yfir til Þingvalla.6 Einnig efndu verslunarmenn til
svipaðra ferða að Þyrli 2. ágúst um nokkurra ára skeið.7
Ferstikla á Hvaljjarðarströnd
Fyrsta aldarþriðjunginn var einkum ferðast á hestum. Að var á
bæjum sem lágu vel við alfaraleið. Á Hvalljarðarströndinni voru það
einkum bæimir Þyrill og Geitaberg sem urðu fyrir valinu. Ókunn-
ugir buðu þá oft greiðslu, einkum langferðamenn (Reykvíkingar-
útlendingar). Þegar bílvegur kom fyrir Hvaltjörð 1932 varð þessi þörf
meiri. Theodóra Sveinsdóttir - konunglegur matreiðslumaður - tók
árið 1934 á leigu veitingaaðstöðu í nýbyggðu íbúðarhúsi á Ferstiklu
Það var eldhús og borðstofa í kjallara og þrjár samliggjandi stofur á
fyrstu hæð, samtals um 70 fermetra rými. Veitingasala hennar stóð
átta til tíu vikur um hásumarið. Á öðmm tímum árs tóku Búi Jónsson
og Margrét Jónsdóttir á móti gestum sem að garði bar. Theodóra var
með rekstur á Ferstiklu 1935 og 1936, en byggði þá allmyndarlegt
veitingahús við Hvítárbrú, Hvítárvallaskálann.
Þegar Theódóra hætti rekstri á Ferstiklu tóku Búi og Margrét
við sumarrekstri og raunar var nokkur þjónusta við ferðamenn allt
árið, lítil í fyrstu en fór vaxandi með bættum samgöngum. Þegar
stríðið braust út urðu þáttaskil. Breski herinn tók hús á heimafólki
á Ferstiklu vorið 1940 en fór aftur fljótlega þegar þeir höfðu byggt
yfir sig, meðal annars á Hrafneyri þar skammt frá. Árið 1943 hófu
Búi og Margrét byggingu á veitingahúsi, sem opnað var vorið 1944,
Ferstikluskálinn. Þar var veitingasalur sem tekið gat 180 - 200 manns
í sæti, rúmgóð forstofa og snyrting en gistirými yfir þeim hluta,
sem var eldhús og forstofa - snyrting. Þar var gangur eftir miðju