Borgfirðingabók - 01.12.2005, Síða 14
12
Borgfirðingabók 2005
Geitaberg í Svínadal
Beinteinn Einarsson og Helga Pétursdóttir
bjuggu á Geitabergi 1929 - 1934.9 Sonur þeiiTa
Pétur Beinteinsson rak þar greiðasölu um
tíma.10
Húsafell í Hálsasveit
Frá ómunatíð meðan þjóðleiðin lá yfir Tví-
dægru voru Kalmanstunga og Húsafell í þjóð-
braut, og þar var tekið á móti ferðafólki. Skýr
mörk voru dregin, gestum úr sveitinni var veitt
ókeypis, aðkomumenn þurftu að borga. Þegar
Kaldidalur opnaðist fyrir bílaumferð 1930
jókst ferðamannastraumur og gestagangur á
Húsafelli. Gamla reglan gilti eftir sem áður, kunnugum gefið, ókunn-
ugum selt. Upp úr 1950fórað draga úr greiðasölu þar. Fyrirhenni stóð
Þorsteinn Þorsteinsson bóndi þar og með honum Herdís Jónasdóttir
ráðskona frá 1931."
Þorsteinn Þorsteinsson frá Húsafelli segir svo frá varðandi Húsa-
fell:
I mínu ungdæmi var það talinn mikill rausnarskapur að gefa
allan greiða og það gerðu aðeins örfáir. Mikiil gestagangur
var þar öldum saman þegar ferðamannaleiðin milli Norður-
og Suðurlands lá um Arnarvatnsheiði og Kaldadal. Höfðu
menn fastan gististað á sléttum grundum undir Selfjalli í
landareign Húsafells þar sem heitir fram með hlíð og komu
svo heim á bæinn um kvöldið og fengu Jyrirgreiðslu og spurðu
frétta. Varþví svipað á komið með Húsafelli og Kalmanstungu
hvað gestagang áhrœrði.
Þegar ég man fyrst eftir en það var um 1930 þótti sjálfsagt
að selja ókunnugum mönnum kaffi, gistingu og annan greiða,
en kunnugum og jafnvel ókunnugum bændum var gefinn allur
greiði. Þegar Kaldadalsleið varð fær bílum 1930 brá svo við
að mikill straumur gesta fór að koma að Húsafelli, kaffigest-
ir, matargestir, nœturgestir og setugestir. Setugestirnir höfðu
verið algengir áður, listamennirnir góðu og frœndur og vinir
úr borginni. Gamla reglan gilti eftirsem áður, kunnugum gefið,
ókunnugum selt. Eins var með setugesti, frændur og vinir úr
borginni sátu ókeypis, hinir borguðu fyrir sig.
Geitaberg
f Sv'modal ligpur vifi þjóívepinn
ínirfiur, 92 km. frá ‘ Reykjavík.
Tekifi á mðtj sumargestum til
lengri og skemri dvalar, ug eun
frcraur greifia-sala fyrir vcgfarand-
ur. — Ðvalarkostnaður frá kr.
4.00 fyrir sólarbrínginn. SímastöC.
Ifljóðftpri. Óvenjuleg nlttúrnfeg-
urfi. PjÖII, skógar, veifiivötn og
veifiilr.
Ferðaskrifstofa Isianús.
Ingólfshvoli, sirai 2939,
gcfur allar nánari upplýsingar.
Morgunblaðið, 8. júlí
1933.