Borgfirðingabók - 01.12.2005, Page 17
Borgfirðingabók 2005
15
A árunum eftir 1930 var taxtinn 4 krónur fyrir hestinn og 8
Jyrir fylgdina enda unglingar sendir ellegar Olína Jónsdóttir,
kaupakonukaup var 25 krónur á viku og kaupamanns 40
krónur. Mig minnir einna helst að kaffið hafi verið selt á 2
krónur, molakaffið á 50 aura, eftirspurn eftir því var engin.
Hvað matur og gisting kostaði man ég ekkert nema setugestir
borguðu 9 krónur á dag. Taxti var í einhverju samrœmi við það
sem var annars staðar. Það sem boðið var upp á var ótakmark-
að afkaffi ogkökur eins og hvergat étið. Meðlæti var sódakaka
eða marmarakaka, kleinur og tvær sortir af smákökum. Til
var á heimilinu verksmiðjukex og bakaríiskringlur en ég man
ekki hvort þessar sortir voru bornar gestum. Smurt brauð
þurfti að panta sérstaklega og kostaði það eitthvað meira en
kökurnar. Maturinn var heimaniðursoðið kindaket með sósu og
kartöfium, kýr- eða hrossaket var ekki borðið gestum, silungur
nýr, jafnvel saltaður, skyr eða grautar (hrísgrjónagrautur,
sagógrautur, hafragrautur) í spónamat á eftir. Með öllum mat
var borið brauð, heimabakað hveitibrauð og seytt rúgbrauð
og smér. Ofanáálegg á brauð var helst ostur eða mysuostur.
Fastagestir fengu þar að auki súrmat, aðallega svið, kjamma
og lappir, blóðmör og lifrarpylsu.
Árið 1930 sótti faðir minn um styrk til Alþingis til að byggja
gistihús en var synjað}2
Kalmanstunga í Hvítársíðu
Um Kalmanstungu hef ég lítið fundið nema það sem Kristleifur
Þorsteinsson hefur skrifað í Kalmanstunguþætti og eru allar nánari
upplýsingar vel þegnar.
Að Kalmanstungu sem stendur við leiðina upp á Arnarvatnsheiði,
sem var íjölfarin þjóðbraut á öldum áður, var látlaus straumur gesta
á sumrin en þó einkum vor og haust þegar kaupafólk var á leið í eða
úr kaupavinnu, en einnig komu þar skólapiltar og vermenn haust og
vor svo og aðrir sem leið áttu milli landshluta. Þegar búið var við
slíka örtröð sem var í Kalmanstungu á árum áður var í raun ekki hægt
að ætlast til að unnt væri að fullnægja þörfum allra án endurgjalds.
Meðal gesta voru vel stæðir bændur, embættismenn og skólapiltar
sem borguðu allan greiða og gengu því fyrir snauðum. Fyrir þær sakir
var heimilið sakað um skort á gestrisni og fékk á sig ýmis ónefni.
Bændur þar voru ýmist lofaðir eða lastaðir eftir þeirri viðkynningu