Borgfirðingabók - 01.12.2005, Page 28
26
Borgfirðingabók 2005
Hreðavatn í Norðurárdal. Ljósmynd í eigu Guðmundar Daníelssonar.
var fljótlega hafin móttaka sumargesta í litlum mæli. Þama komu
Hollendingar, Þjóðverjar, Svisslendingar og Bretar auk Islendinga.
íslendingamir dvöldust oft lengri eða skemmri tíma. Margt fólk bjó
í tjöldum og fékk þá venjulega keypta mjólk og fleira sem það van-
hagaði um, og oft komu ferðamenn sem báðu leyfis að sofa í heyhlöðu!
Margir fengu leyfi til að veiða, einkum í vatninu, þ.e. Hreðavatni, svo
og í Norðurá sem þá var á lausu. Einnig voru oft leigðir hestar til
stuttra ferða.
Sumarið 1933 voru gerðar miklar breytingar á íbúðarhúsinu,
einkum háalofti og kjallara. A loftinu var bætt við tveimur litlum
svefnherbergjum, en í kjallara var eldhús flutt á nýjan stað, en þar
sem það var áður kom borðstofa. Fleiri breytingar voru gerðar. Var
þá hægt að taka við um átján gestum í tveggja manna herbergjum, en
slíkt var algengt í þá daga. Þama hófst svo hótelhald fyrir sumardvalar-
fólk sem stóð um það bil þrjá mánuði, þ.e. júní, júlí og ágúst. Ekki
var sími á Hreðavatni, en í Hreðavatnsskála, og vísaði Vigfús gestum
þangað. Gisting á Hreðavatni kostaði þrjár eða ijórar krónur nóttin, og
breyttist verðið lítið á meðan gisting var þama. Sérstakt starfsfólk sá