Borgfirðingabók - 01.12.2005, Page 31
Borgfirðingabók 2005
29
Aning í Svignaskarði. Bœndaför?
Ljósmynd Þjóðminjasafn lslands.
Svignaskarð í Borgarhreppi
Þar byrjaði eiginlegt hótelhald árið 1933 og stóð til 1958, þegar
húsfreyjan Guðbjörg Sæmundsdóttir lést. Hún rak hótel í Svigna-
skarði ásamt manni sínum Guðmundi Daníelssyni bónda, en hann
andaðist 1939.30 Svignaskarð í Borgarhreppi var einnig stórbýli á
þessum tíma og mikið um að menn kæmu þar við og fengju sér mat
eða kaffi, því að þegar fólk úr uppsveitum, t.d. Hvítsíðingar, Norð-
dælingar eða Þverhlíðingar fóru í Borgarnes var leiðin hálfnuð í
Svignaskarði.
Leitað var heimilda um gestamóttöku í Svignaskarði hjá Ingi-
mundi Kristjánssyni, fóstursyni þeirra Svignaskarðshjóna, sem
fæddur var 1912, og Ólafíu Hjartardóttur, Fremri-Hrafnabjörgum í
Hörðudal, Dalasýslu, en hún var fædd 1915 og var um skeið mat-
ráðskona í Svignaskarði á þessum tíma. Gestabækur eru varðveittar
í Héraðsskjalasafninu í Borgarnesi og ná yfir tímabilið frá 1916 til
1958, en það ár lést húsfreyjan í Svignaskarði. Það hefur verið mis-
litur hópur sem þarna kom við, menn í skreiðarferðum eða öðrum
flutningum, aðrir að fara í kaupstað, Norðlendingar á leið í verið
og fólk í skemmtiferð. Sumir láta þess getið hvert þeir eru að fara,
norður eða suður. Fyrir kemur að menn þakka fyrir sig með því að
yrkja í gestabókina, en ekki eru það margir.