Borgfirðingabók - 01.12.2005, Page 32
30
Borgfirðingabók 2005
Þó að gestabók hafi ver-
ið haldin frá árinu 1916 og í
henni sé nákvæm skráning
á gestum, byrjar eiginlegur
hótelrekstur ekki fyrr en
1933, og var það starfrækt
tvo mánuði á sumri, júlí
og ágúst. Var í þessu skyni
reist viðbygging við húsið
sem hafði verið byggt árið
1909. Viðbyggingin var
tvær hæðir, og voru sex
herbergi uppi, þrjú hvoru
megin og voru tvö þeirra
Gestur þakkar greiða. Úr gestabók Svigna- Stærri, en borðstofa var
skarðs. niðri. Astæða fyrir rekstri
hótelsins var í fyrsta lagi
kreppan. Á einhverju þurfti fólkið að lifa, í öðru lagi var þar þegar
mikill gestagangur, oft svo mikill að ekki var svefnsamt um nætur.
Sími var í Svignaskarði, og var því auðvelt að ná sambandi við
hótelið.31
Að sjálfsögðu þurfti mikilla aðdrátta við í mat fyrir allt þetta fólk.
Lax var oft á borðum, veiddur í Gljúfurá, en Svignaskarð á veiðirétt
í ánni. Englendingar sem voru við veiðar í Norðurá létu húsráðendur
í Svignaskarði fá lax sem endurgjald fyrir aðdrætti fyrir þá úr
Borgamesi. Lundi var fenginn hjá sjávarbændum vestur á Mýrum,
og söltuðu sviðin voru víðfræg fyrir bragðgæði, og þekktu margir til
þeirra.
Ólafía Hjartardóttir, húsfreyja á Fremi-Hrafnabjörgum í Hörðu-
dal, var um skeið ráðskona í Svignaskarði. Sagði hún að fólk hefði
vaknað seint og morgunmatur því ekki fyrr en klukkan tíu og þá kaffi,
te, vatn og mjólk, jólakökur, kleinur og smurt brauð. I hádegismat var
lambakjöt, reykt, soðið eða steikt, lax ýmist soðinn eða steiktur með
soðnum kartöflum, en með kjöti var kartöflujafningur eða kartöflumús
og stundum grænar baunir. Með miðdegiskaffinu vora sætar kökur,
smákökur, jólakökur, tertur, randalín og hnoðaðar tertur og ekki
má gleyma pönnukökum og kleinum. Reynt var að hafa meðlætið
fjölbreytilegt, te, mjólk og heitt vatn boðið með. Á kvöldin var alltaf