Borgfirðingabók - 01.12.2005, Page 33
Borgfirðingabók 2005
31
Svignaskarð í Borgarhreppi.
kaldur matur, t.d. reykt kjöt, jafningur eða sósa, reyktur lax, brauð
og egg, en ekki var mikið um fisk. I eftirmat voru súpur og grautar,
svo sem rabarbarasúpa eða grautur, hrísmjölsgrautur, mjólkurgrautur
eða sætsúpa. Á laugardögum voru alltaf söltuð svið. Þau voru söltuð
á haustin í stórar tunnur, og varð að afvatna þau í marga daga. Til
að hafa nýtt kjöt á sumrin, bæði kálfa- og lambakjöt, þurfti alltaf að
vera að slátra. Heimilisfólkið fékk afganga sem ekki þótti hæfa að
gestum væru bomir,
og þannig tókst að
nýta þá upp. Sérstök
stúlka sá um að elda
fyrir heimilisfólk.
Þegar bakað var þurfti
að vakna klukkan
þrjú á nóttunni, því
að AGA-vélin var
upptekin allan daginn
nema aðeins til að baka hrærðar kökur. Oft var búið að hnoða deig, ef
tími gafst að deginum, til að undirbúa fyrir nóttina, en þá var bakað
allt brauð sem nota þurfti, svo og smákökur. Önnur stúlka sá um
herbergin og sú þriðja gekk um beina. Fjórða stúlkan þvoði ganga og
gólf og hjálpaði til við ýmislegt annað. Stúlkan sem sá um herbergin
| Sumargestir Svignaskarði |
IEins og að undaní'örnu tekur Svignaskarö á |
móti sumargestum um lengri eða skemmi'i |
tíma. Agæt aöhlynrúng. Sanngjarnt verð. I
||i»»»♦ #♦«*»##<#»*♦#»»* »»--* #i' §#»♦'»#♦»■
Morgunblaðið 23.júlí 1946.