Borgfirðingabók - 01.12.2005, Page 47
Borgfirðingabók 2005
45
söngstjóra um að stjóma æfingum. Er skemmst frá að segja að í allan
vetur að undanteknu stuttu hléi um jól og áramót hafa verið vikulegar
söngæfingar með þátttöku upp í rúmlega þrjátíu einstaklinga.
Sœmundur Sigmundsson heiðursfélagi
Snemma síðastliðinn vetur kom það til umræðu innan stjórnar
félagsins að einn af helstu velgjörðamönnum félagsins, Sæmundur
Sigmundsson sérleyfishafi, yrði sjötugur upp úr áramótum. I frarn-
haldi af því lagði stjómin fram tillögu á félagsfundi þann 17. október
2004 þess efnis að Sæmundi yrði boðin heiðursfélagaaðild að fél-
aginu. Þessari tillögu var tekið með fögnuði, og hún var samþykkt
með atkvæðum allra fundarmanna.
Sæmundur var að heiman á sjötugsafmælinu þann 14. janúar 2005,
en einhvern næstu daga heimsótti félagsstjómin hann á vinnustað
hans og færði honum skrautritað heiðursfélagaskírteini. Hér með
em endurnýjaðar hamingjuóskir til Sæmundar í tilefni afmælisins og
þakkir fyrir það að hafa svo lengi sem elstu menn muna boðið félag-
inu í árlegar skemmtiferðir á eigin kostnað.
Aðalfundur 2005 var fyrirhugaður þann 24. apríl sl. Félagar í fél-
aginu eru nú eitt hundrað níutíu og sjö talsins að meðtöldum þremur
heiðursfélögum og fjórtán aukafélögum.
Leiðrétting
Þuríður J. Kristjánsdóttir frá Steinum í Stafholtstungum hef-
ur beðið Borgfirðingabók að leiðrétta tvœr villur í frásögn
ársritsins 2004, bls. 74-77, af föður hennar, Kristjáni Fr.
Björnssyni.
„Önnur er algjörlega meinlaus,“ segir Þuríður, „sagt er
að þarna hafi verið um silfurbrúðkaup að ræða en var gull-
brúðkaup. Hitt er að vísu ekki rangt svo langt sem það nœr,
það er sagt að skólarnir á Varmalandi hafi haldið foreldrum
mínum veislu þann dag, en að því stóðu allir skólarnir sem
hann byggði, þ.e. báðir Varmalandsskólarnir, Reykholtsskóli
og skólinn í Borgarnesi. “