Borgfirðingabók - 01.12.2005, Page 53
Borgfirðingabók 2005
51
því hann hafði verið
samtíða þessu fyrr-
verandi ungbami, mér.
Sú samkennd styrktist
svo enn frá minni hlið
þegar ég fór að lesa ljóð
hans. Þar var svo margt
að finna sem ég þekkti
úr umhverfinu.
Bamið skynjar í
fyrstu fólkið í umhverfi
sínu (fyrst heimafólkið,
svo fólkið í nágrenninu)
sem einskonar fastar,
óbreytilegar stærðir,
á vissan hátt eins og
íjallahringinn. Það er
þama - og á að vera - en
torveldara er að tengja
minninguna við einstök
atvik. Svo líða stundir
fram og þetta breytist.
Stakir atburðir taka að
lifna í minningunni.
Kirkjubólsfólk,eink-
um þeir feðgar, vom
partur í þessum fasta
hring sem ég lifði í barn.
Kirkjubólsfólkið. Myndin er trúlega tekin 1942
eða '43. Aftari röð frá vinstri: Guðmundur,
Ingibjörg Sigurðardóttir, Ingibjörg Ólafsdóttir og
Kristín Guðmundsdóttir. Fremri röð f.v.: Stúlka
sem ekki er vitað hver er, Sigríður Kristinsdóttir,
Böðvar og Sigurður Guðmundssynir. Myndin er
úr fórum Böðvars Guðmundssonar sem og aðrar
myndir er birtast með greininni, og eru þær
birtar með hans leyfi.
Eg vissi snemma og
heyrði talað um að Gvendur Böðvarsson gæti vel ort vísur og kvæði.
En hitt er mér þó minnisstæðara að fólkið óttaðist um heilsu hans og
hreysti á þessum ámm sem ég fer fyrst að muna. Ég veit ekki hvort
fólk sem man ekki til sín fyrr en eftir miðja 20. öld gerir sér grein
fyrir óttanum við berklaveikina, sem var þá eins og reidd harmasvipa
yfir fólki sem hafði séð á bak nákomnum ættingjum, grönnum og
vinum. Og hvernig létti af mönnum fargi þegar grunurinn reyndist
ekki réttur, einhverjum tókst að hrista af sér viðsjárverð veikindi.