Borgfirðingabók - 01.12.2005, Page 57
Borgfirðingabók 2005
55
hugsa atburðarásina. Allir ortu þeir þremenningar söngtextana. Ég
gerði auðvitað ekkert nema hlusta á snillingana vinna og skrifa upp
eftir þeim talaðan texta og koma í eitthvert samhengi, leggja til hvar
kæmu þær vísur sem búið var að yrkja, segja hvar mér fyndist þurfa
að koma vísa sem þyrfti að yrkja - og svona nokkuð. Vissi allan
tímann að mér var þama alveg ofaukið en hafði samt feikna gaman
af að vera viðstaddur. Þetta voru þvílíkir spaugarar, og Guðmundur
ekki síst. Ógleymanleg kvöld.
Margoft átti ég síðar leið til hans, einn eða með öðrum, til að biðja
hann ásjár við undirbúning skemmtana eða mannamóta. Vorið 1952
var ég sendur af ungmennasambandsstjórninni til að biðja hann að
flytja kvæði í afmælissamsæti sambandsins, sem haldið var í Bifröst.
Hann tók því að vanda ekki fjarri, sagðist þó vera fjári andlaus. Hann
sagði mér seinna að þetta hefði sífellt verið að bögglast fyrir brjóst-
inu á sér og ekkert viljað koma, þar til eitt sinn að hann var að gá
að lambfénu. Þá hrökk neisti í tundrið. Hann flutti samkomunni hið
máttuga brýningarljóð, sem síðar birtist í ljóðabók og heitir þar „í
Bifröst“. Þar rifjar hann upp þau markmið sem þessi félagsskapur
setti sér í upphafi og brýnir á þeim unga og gamla að glata þeim ekki,
selja ekki hugsjónir fyrir veraldarmuni. Það kom fram hjá Guðmundi
síðar að hann hefði skynjað áhrif kvæðisins á viðstadda þannig að
sumum hefði verið nóg boðið undir ádrepunni, sem sums staðar er
þung. En ekki var það mín tilfinning þá. Þvert á móti held ég að allir
hafi þeir fyrst og fremst fundið að þeir höfðu hlýtt á snilldarverk. Mér
er minnisstætt að við Guðmundur sátum saman við veisluborðið og
þegar hann var sestur eftir fiutninginn kom Páll Zophoníasson, sem
verið hafði fyrsti formaður sambandsins, rétti Guðmundi höndina og
sagði: „Þakka þér fyrir kvæðið.“ Og margir tóku undir. Ég hef alltaf
haft dálæti á þessu ljóði og þótti betra en ekki, og þykir enn, að hafa
verið verkfæri örlaganna til að fá það ort. Hver veit hvort það hefði
annars orðið til í þeirri mynd sem það er.
Um líkt leyti man ég eftir að hann las upp á vorsamkomu söguna
um „Grænu hjólbörurnar“. Og ég man enn hvað faðir minn skemmti
sér vel við þann lestur og rakti og rýndi þegar heim kom, eins og
hann gerði sér þá fyrst grein íyrir hvað Guðmundur var slyngur við
óbundið mál, enda hafði raunar ekki margt af því birst þegar þar var
komið sögu.
Um svipað leyti var tvívegis, með ára millibili, hóað saman í karla-