Borgfirðingabók - 01.12.2005, Síða 61

Borgfirðingabók - 01.12.2005, Síða 61
Borgfirðingabók 2005 59 Mér finnst eins og margir, sem skrifa og skrafa um skáldið, haldi að það hafi verið honum þungur kross að þurfa að framfleyta lífinu við bústang. Aldrei hefur mér fundist það. Kringumstæðumar vörnuðu honum ekki máls. Hann létti á hjarta sínu við veröldina. En í honum var líka ríkt búandmannseðli, sem naut sín við að yrkja og bæta jörð og umgangast skepnur og haga. Hann skildi vel „búmannsins draum sem brýnir vinnudug“ og fann síðar í sama máta að það var „gott að hafa skilað bættu landi í barns síns hendur“. Og ríkt var í honum það í eðli íslenska bóndans, sem ræktað er í þúsund ár, að lögmáli Darwins um „survival of the fittest“, þetta að öryggið er fyrir öllu, að vita sig birgan eins og verða má og nýta til þess öll föng. Ég held að þetta eðli hafi alltaf haldið aftur af honum að stinga sér í djúpu laugina, ef hann var ekki viss um að fleyta sér. Hann var einstakt þrifa- og snyrtimenni í búskap sem öðm, hélt vel á öllum sínum efnum, reyndar svo nýtinn að sumum þótti ganga úr hófi. Ég man eftir því að við Benjamín á Hallkelsstöðum vorum saman við verk og hann nýbúinn að vera á Kirkjubóli að hjálpa Guðmundi við einhverja framkvæmd. Þá hlær hann upp úr hugsun sinni og segir: „Ekki skil ég að það borgi fyrirhöfnina hjá honum Guðmundi á Kirkjubóli að rétta upp hvem einasta nagla sem dreginn er úr spýtu til að nota aftur og aftur. Svo rekst þetta skakkt og nær ekki haldi og svíkur. Það er nú meiri nýtnin“. Yfir þessu atviki kími ég stundum í hljóði þegar synir mínir eru að tuða um að ég sé að nota uppréttinga. Svona varð búnubburinn ofarlega í okkur sem ólumst upp fyrir seinna stríð, þegar enn var sjálfsagt að fara vel með og ekki fljótlegt að skreppa í kaupstað eftir naglapakka eða öðru álíka. Sú kynslóð hefur í ýmsu tilliti lifað þessi rúm þúsund ár Islandsbyggðar. Nei, búskaparlífið varð skáldinu engin þraut. Hann hafði burði til að vinna tveimur herrum dyggilega og láta hvorn styðja annan. En spennan milli þessara tveggja manna í einum, bóndans og skáldsins, syngur bakraddirnar í mörgum ljóða hans og lyftir skáldskap þeirra í hærra veldi. Og hann átti þar heima sem hann var. 5. Ég sagði áðan að ég hefði í þriðja lagi einkum kynnst honum gegnum skáldskapinn. Og heyri ég nú hnussa í einhverjum: „Það höfum við nú öll.“ Já, má vera, og þó.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212

x

Borgfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Borgfirðingabók
https://timarit.is/publication/1750

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.