Borgfirðingabók - 01.12.2005, Page 93
Borgfirðingabók 2005
91
sem þeir eru að hugsa um slíkt eða ekki, að þeir losni strax við streitu
í herðunum. Þeir finna strax að þeir eru komnir á notalegan stað.
Allar innréttingar eru hannaðar með það fyrir augum að þær veki
athygli, forvitni og spumingar. Við erum með yfir 550 bækur héma í
bókasafninu, sem öllum er frjálst að handíjalla og lesa. Þegar gestur
kemur hér inn þá viljum við að hann verði fyrir reynslu sem hann
verður annars almennt ekki fyrir á hótelum. Við þetta má bæta að
allir starfsmenn hótelsins em þjálfaðir í að vera gestgjafar. Hér em í
rauninni engir staðlar. Menn hafa mismunandi þarfir, og viðhorfið á
að vera: Hvað getum við gert fyrir hvern og einn gest? Gestir hér eiga
að upplifa gestrisni og hlýleika og íslenska náttúm. Maturinn okkar
er líka góður; við emm með þrjá kokka sem allir hafa með einhverju
móti tengst landsliðinu í matargerð. Við leggjum áherslu á íslenskan
mat.
Hótel Glymur er ekki eyland
Hvernig tengist hótelreksturinn hér annarri ferðaþjónustu hér í
nágrenninu og á Vesturlandi?
Hansína: Við áttuðum okkur strax á því að hótelið hérna er ekki
eyland. Það rekur sig ekki eitt og sér. Við emm í samstarfi við aðra
aðila, t.d. ferðaþjónustuna á Bjarteyjarsandi, um leiðsögn og fleira.
Arnheiður Hjörleifsdóttir þar hefur skipulagt ferðir hér um nágrennið
og er leiðsögumaður í þeim. Við notum þær mikið. Gestir okkar fara
líka í heimsókn í galleríið þar. Við emm með samstarf við Safnahúsið
á Akranesi og golfvöllinn þar. Við sendum fólk í kajakferðir frá
Hvammsvík. Við störfum með tveimur hestaleigum, líka með aðilum
sem em með jeppaferðir hér um kring og við hótel og aðra gististaði
á Snæfellsnesi. Svo höfum við líka sjálf boðið upp á ferðir um Hval-
Qörðinn, ferðir sem m.a. taka mið af að segja frá hernámsárunum
héma. Jón Rafn sér um þær ferðir.
Jón: Þegar við komum hingað fór ég að kynna mér sögu fjarðarins.
Mér þótti ómögulegt að setjast hér að og vita ekkert um umhverfið og
söguna, svo að ég fór að lesa mér til. Hemámsárin vöktu strax athygli
mína, þetta gífurlega umfang hersetunnar. Því meira sem ég las því
heillaðri varð ég. H valveiðisagan er líka áhugaverð. Hvalskurður hófst
hér 1948. Svo kom auðvitað að því að ég fór að lesa mér til um sögu
kirkjunnar héma, í Saurbæ, sérstaklega sögu Hallgríms og Guðríðar.
Þannig kom þetta koll af kolli. Sérstakur þáttur sögunnar er þegar