Borgfirðingabók - 01.12.2005, Page 94
92
Borgfirðingabók 2005
íslendingar í Vesturheimi fóru að safna fé til að gefa til byggingar
höfuðkirkju séra Hallgríms í Saurbæ. Hann leiddi til þess að ég fór að
kynna mér byggingarsögu kirkjunnar. Svo gerðist það einn daginn að
Amheiður Hjörleifsdóttir átti að taka hér við stórum hóp og fara með
í ferð. En hún veiktist og gat ekki farið. Þá kemur Hansína til mín
og segir: „Jón minn, þetta þýðir ekkert, þú bara verður að fara þessa
ferð.“ Ég sá nú alla annmarka á því að standa fyrir framan svona
stóran hóp af fólki. En hún gaf sig ekki. Þetta endaði með því að ég
fór hér út og tók á móti 110 manna hópi.
Jón segir síðan frá því hvemig hann fór með hópinn um Hvalfjörð,
sagði frá hemámsárunum, frá hvalveiðunum og lauk síðan ferðinni í
Saurbæjarkirkju. Og allir í hópnum voru ánægðir yfir því hvað saga
ijarðarins var skemmtileg. Síðan hefur þeim farið ljölgandi sem slíka
ferð vilja fara. Jón bætir þessu við um sögu hemámsins:
Það er svolítið merkilegt að hugsa til þess að þegar olíustöðin í
Hvalfirði var byggð 1942-43, þá kostaði bygging hennar 7 milljónir
Bandaríkjadala, en það var þá fjórðungur af þjóðarframleiðslu íslands.
Þá var dollarinn skráður á tæpar 4,50 íslenskar krónur.
Ferðaþjónustan er stærsti vaxtarbroddurinn
Það fer líklega ekki fram hjá neinum að einn helsti vaxtarbroddur
í atvinnulifi á Vesturlandi er hérna skammt undan. Það er stóriðjan
hérna á Grundartanga, járnblendiverksmiðja og álverksmiðja, sem
nú er verið að stækka mikið. Er ekki sambúðin milli stóriðjunnar og
ferðaþjónustunnar árekstralaus?
Hansína: Þegar við komum hingað til að byggja hér upp ferða-
þjónustu þá býður stóriðjan hér upp á atvinnutækifæri sem sveitimar
hér um kring nota sér. Það væri náttúrlega óttalega kjánalegt að fara
að berjast gegn einhverju sem nú þegar er. En við höfum ekki farið
dult með það frekar en margir aðrir sem stunda ferðaþjónustu að það
eru andstæður í þessu. Ég held þó að þessi stóriðja, eins og hún er
hér hjá okkur á Vesturlandi, geti alveg farið saman við ferðaþjónustu
svo sem hún hefur gert hingað til. Til umhugsunar mættu hins vegar
vera áherslur stjómenda sveitarfélaganna á atvinnuuppbyggingu til
frambúðar. Ég verð að segja það að mér þykir það lítið lokkandi fram-
tíðasýn að fylla náttúruperlur vítt um Island með álverum og annarri
stóriðju, eins og t.d. stórri rafskautaverksmiðju hérna.
Hansína bætir við þetta að það skjóti skökku við að unnið sé að