Borgfirðingabók - 01.12.2005, Side 100

Borgfirðingabók - 01.12.2005, Side 100
98 Borgfirðingabók 2005 Já, þetta var nú nokkuð algengt á þessum tíma, að menn sem ekki voru starfandi sem verkamenn að aðalstarfi tóku að sér slík for- ystustörf. Til þess hafa legið ýmsar ástæður. A þessum árum unnu flestir kennarar verkamannavinnu eða annað sem bauðst, í sumar-, jóla- og páskafríum til að framfleyta sér og sínum. Skorti þá hæfa menn til forystu í verkalýðsfélögunum? Ég þekki það nú ekki. Ég er ekki viss um að svo hafi verið. Hins vegar gæti verið að meðal verkamanna hafi leynst ótti, e.t.v. ímynd- aður, við atvinnurekendur. Að þeir sem höfðu verkamannavinnu að aðalatvinnu hafi ekki lagt í það að sinna forystustörfum í stéttarfélagi sínu vegna ótta um atvinnumissi. Ég veit ekki hvemig þessu var hátt- að með föður minn en veit þó að hann fór strax að láta til sín taka í verkalýðsfélaginu þegar hann kom sem kennari á Akranes. í þessu sambandi má minnast þess að hér í Borgamesi var gerð tilraun til stofnunar verkamannafélags 1927, og þá var Ingólfur Gíslason læknir fenginn til að vera formaður þess. Hvernig lig^ur leið þín í Borgarnes? Kona mín, Asa Baldursdóttir, er fædd og upp alin hér í Borgamesi. Við kynntumst hér en byrjuðum okkar búskap á Akranesi 1960. Hún er dóttir Baldurs Bjamasonar bifreiðarstjóra og Hólmfríðar Sigurðardóttur, innfæddur Borgnesingur og Mýramaður í báðar ættir. Við áttum heima á Akranesi og í Reykjavík til 1967, en þá fluttumst við hingað í Borgames. Á næstsíðasta ári okkar í Reykjavík var ég kosinn varaformaður Hins íslenska prentarafélags en hætti því þegar við fluttum aftur á Skagann árið eftir. Það var mín fyrsta þátttaka í störfum fyrir verkalýðshreyfinguna. Ég lærði ungur prentiðn í Reykjavík, lauk sveinsprófi 19 ára gamall. Við þá iðn vann ég að mestu í Reykjavík og á Akranesi áður en ég kom hingað. Þegar við fluttumst hingað 1967 fór ég að reka héma litla prentsmiðju, Prentborg, sem við hjónin settum hér á stofn. Ég var þar einn með konu minni fyrstu árin. Síðar lærðu tveir góðir Borgnesingar hjá mér prentverk, sem báðir vinna við iðn sína í Reykjavík í dag. Einnig unnu hjá okkur af og til þrjár ágætar konur hér í Borgamesi. Prentsmiðjuna rak ég til ársloka 1982, þá seldi ég hana. Ég gerðist innheimtustjóri hjá Kaupfélagi Borgfirðinga og var þar í 18 ár. Þaðan kom ég hingað í verkalýðsfélagið. Hvenær varstþú kosinn formaður Verkalýðsfélags Borgarness? Árið 2001. Það var nú þannig að þetta ætlaði ég aldrei að láta
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Borgfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Borgfirðingabók
https://timarit.is/publication/1750

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.