Borgfirðingabók - 01.12.2005, Side 100
98
Borgfirðingabók 2005
Já, þetta var nú nokkuð algengt á þessum tíma, að menn sem
ekki voru starfandi sem verkamenn að aðalstarfi tóku að sér slík for-
ystustörf. Til þess hafa legið ýmsar ástæður. A þessum árum unnu
flestir kennarar verkamannavinnu eða annað sem bauðst, í sumar-,
jóla- og páskafríum til að framfleyta sér og sínum.
Skorti þá hæfa menn til forystu í verkalýðsfélögunum?
Ég þekki það nú ekki. Ég er ekki viss um að svo hafi verið. Hins
vegar gæti verið að meðal verkamanna hafi leynst ótti, e.t.v. ímynd-
aður, við atvinnurekendur. Að þeir sem höfðu verkamannavinnu að
aðalatvinnu hafi ekki lagt í það að sinna forystustörfum í stéttarfélagi
sínu vegna ótta um atvinnumissi. Ég veit ekki hvemig þessu var hátt-
að með föður minn en veit þó að hann fór strax að láta til sín taka í
verkalýðsfélaginu þegar hann kom sem kennari á Akranes. í þessu
sambandi má minnast þess að hér í Borgamesi var gerð tilraun til
stofnunar verkamannafélags 1927, og þá var Ingólfur Gíslason læknir
fenginn til að vera formaður þess.
Hvernig lig^ur leið þín í Borgarnes?
Kona mín, Asa Baldursdóttir, er fædd og upp alin hér í Borgamesi.
Við kynntumst hér en byrjuðum okkar búskap á Akranesi 1960.
Hún er dóttir Baldurs Bjamasonar bifreiðarstjóra og Hólmfríðar
Sigurðardóttur, innfæddur Borgnesingur og Mýramaður í báðar ættir.
Við áttum heima á Akranesi og í Reykjavík til 1967, en þá fluttumst
við hingað í Borgames. Á næstsíðasta ári okkar í Reykjavík var ég
kosinn varaformaður Hins íslenska prentarafélags en hætti því þegar
við fluttum aftur á Skagann árið eftir. Það var mín fyrsta þátttaka í
störfum fyrir verkalýðshreyfinguna.
Ég lærði ungur prentiðn í Reykjavík, lauk sveinsprófi 19 ára
gamall. Við þá iðn vann ég að mestu í Reykjavík og á Akranesi
áður en ég kom hingað. Þegar við fluttumst hingað 1967 fór ég að
reka héma litla prentsmiðju, Prentborg, sem við hjónin settum hér á
stofn. Ég var þar einn með konu minni fyrstu árin. Síðar lærðu tveir
góðir Borgnesingar hjá mér prentverk, sem báðir vinna við iðn sína
í Reykjavík í dag. Einnig unnu hjá okkur af og til þrjár ágætar konur
hér í Borgamesi. Prentsmiðjuna rak ég til ársloka 1982, þá seldi ég
hana. Ég gerðist innheimtustjóri hjá Kaupfélagi Borgfirðinga og var
þar í 18 ár. Þaðan kom ég hingað í verkalýðsfélagið.
Hvenær varstþú kosinn formaður Verkalýðsfélags Borgarness?
Árið 2001. Það var nú þannig að þetta ætlaði ég aldrei að láta