Borgfirðingabók - 01.12.2005, Page 101
Borgfirðingabók 2005
99
hafa mig í, að taka að mér
formennsku í verkalýðsfélagi.
Ég sagði það kannski ekki nógu
skýrt áðan hvað okkur syst-
kinunum leiddist félagsmála-
stúss föður okkar. Okkur fannst
hann vera mikið fjarverandi, og
þótt hann væri heima við var
hann ekki til taks fýrir okkur.
Sem ungur drengur hét ég
sjálfum mér að ég skyldi hvorki
koma nálægt verkalýðsmálum
né pólitík, en ekki get ég sagt að
ég hafi staðið við það heit. Ég
var eiginlega sóttur í þetta starf.
Það hafði verið orðað við mig
áður fyrir allmörgum árum, en
ég harðneitaði þá að gefa kost
á mér. En þama árið 2001 hafði
ég ekki þrek til að neita og verð
að viðurkenna að mig langaði til
að takast á við þetta verkefni og
það var annað hvort að grípa gæsina á þessum tíma eða ekki.
Hafðirðu verið í stjórn félagsins áður?
Nei, en ég hafði þó einhvem tíma verið í stjóm verslunarmanna-
deildarinnar.
Hvenær var þetta félag stofnað? Hve fjölmennt er það? Hvernig
er deildaskiptinguþess háttað?
Félagið var stofnað 22. mars 1931, en áður höfðu tvisvar sinnum
verið stofnað hér verkamannafélög, sem urðu bæði skammlíf.
I félaginu em um 900 manns. Það skiptist í 5 deildir. Þær em Iðn-
sveinadeild, Verslunarmannadeild, Deild starfsfólks hjá ríki og
sveitarfélögum, Iðnaðar- og matvæladeild og Þjónustu-, flutninga-
og mannvirkjadeild. Þetta eru sem sagt þrjár verkamannadeildir
sem tilheyra Starfsgreinasambandinu, ein verslunarmannadeild sem
tilheyrir Landssambandi íslenskra verslunarmanna, og iðnsveina-
deildin tilheyrir Samiðn, landssambandi iðnfélaga.
Félagssvæðið okkar er frá Skarðsheiði í suðri og vestur að Snæ-