Borgfirðingabók - 01.12.2005, Page 108
106
Borgfirðingabók 2005
Stjórn Verkalýðsfélags Borgarness. Frá vinstri: Haukur Valsson formaður
iðnaðar- og matvœladeildar, Baldur Jónsson ritari, Agnar Olafsson gjald-
keri, Sigurþór O. Agústsson varagjaldkeri, Ingi B. Reynisson formaður
deildar starfsmanna ríkis og sveitarfélaga, Hildur Hallkelsdóttir varafor-
maður, Sveinn G. Hálfdánarson formaður, Einar O. Pálsson formaður
verslunarmannadeildar, Guðrún Hulda Pálmadóttir vararitari, María Erla
Guðmundsdóttir formaður þjónustu-, flutninga- og mannvirkjadeildar, Guð-
brandur Magnússon formaður iðnsveinadeildar.
atvinnurekenda, LÍÚ og SA, hafi verið með puttana í þessu. En ég
held að þeir geri sér ekki grein íyrir því að ef að þeir ætla að fara
að standa að svona skæruhemaði, eins og ég vil kalla þetta, þá em
brotnar leikreglumar í íslensku atvinnulífi og þar með gmndvöllur
þess. Af því leiddi að þá yrði hver og einn að fara að semja fyrir sig.
Þá fæm menn að togast á um kjörin innan hvers fyrirtækis og væm
stöðugt að bera sig saman við aðra. Það segjast þeir í Samtökum
atvinnulífsins ekki vilja fá yfir sig. Ég tel að með þessum aðgerðum
hafi verið gerð aðför að íslenskri verkalýðshreyfingu, enginn vafi.
Ég vil nú geta þess um flugfreyjumálið að forsvarsmenn þeirra hafa
fullyrt að Starfsgreinasambandið hafi bjargað störfum þeirra inn
í landið aftur, að hörð viðbrögð sambandsins hafi orðið til þess að
stjómendur flugfélagsins lúffuðu. En Sólbaksdeilan var grafalvarlegt
mál. Það er ekki vafamál að til em aðilar sem leggja á það ofurkapp
að splundra verkalýðshreyfingunni, þótt það komi ekki alltaf jafn
greinilega upp á yfirborðið og það gerði í þessari deilu. En ég er þess
fullviss að íslensk þjóð mun ekki líða það að vinnuumhverfið sem við
lifum við í dag verði fært aftur um fjörutíu til fimmtíu ár.