Borgfirðingabók - 01.12.2005, Page 122
120
Borgfirðingabó/c 2005
heysæti, en þau voru oft í
hundraðatali á eyjunni. Sum-
ir hafa viljað kalla eyjuna
Dysey, sem þeir telja dregið
af því að þeir sem sam-
kvæmt munnmælum féllu í
bardaganum á eyjunni hafi
verið dysjaðir þar. Pabbi
sagði að ákveðinn staður
austantil á eyjunni væri kall-
aður Dys.
En hvort nafnið sem er
réttara tala Norðdælingar
eins oft bara um Eyjuna, eða
gerðu það a.m.k. Fer þá ekk-
ert á milli mála við hvaða
land er átt.
Desey afmarkast af Norð-
urá að sunnan, Bjarnadalsá
að norðan og að ofan og
neðan af farvegum, vatni,
sem rennur milli þessara áa.
Bjamadalsá, eða Kvíslin, sem hún er stundum kölluð, kemur reyndar
ekki innan úr Bjamadal lengur, þar sem rennsli þaðan hefur verið veitt
annað, heldur úr Norðurá og ám og lækjum í neðanverðum dalnum.
Pabbi gat sér þess til að Norðurá hefði einhvern tíma mnnið að
norðanverðu í dalnum, meðfram Brekkubökkum, þannig að bæði
Desey, Hrauney og Illhólmi hefðu verið Glitstaðamegin við ána.
Vegna þessa eigi Glitstaðir alla Hrauney, Illhólmann og allan neðsta
hlutann af Desey.
Hvammur á stærsta partinn á Desey. I Hvammi hefur verið kirkja
frá árinu 1223. Kirkjumar eignuðust víða ítök og jarðir. Býlið Desey
mun hafa byggst úr Hvammsengjunum á eyjunni og bóndinn þar átt
að verja Hvammsengjamar sem leiguland.
Sverrir Gíslason í Hvammi byggði stórt íjárhús á Hvammsengj-
unum á Desey á meðan hann var lausamaður í Hvammi, sagði pabbi.
- Ekki man ég eftir að ég sæi neinar leifar af því.
Þegar ég var stelpa bjuggu á Desey roskin hjónaleysi, Olafur
Eiríkur Þorsteinsson. Þessi mynd og þœr
sem hér fara á eftir eru úr fórum Unnar
Olafsdóttur og Þórunnar.