Borgfirðingabók - 01.12.2005, Blaðsíða 133
Borgftrðingabók 2005
131
lá lengi frameftir á vori. T. d. byggði Skíðafélag Reykjavíkur sinn
skála í Hveradölum árið 1935, Glímufélagið Armann í Jósepsdal, og
Knattspymufélag Reykjavíkur valdi sínum skála stað uppi í miðju
Skálafelli. Margir félagar lögðu á sig mikla vinnu við að koma
skálunum upp, t. d. við efnisflutning. KR-ingar báru mestallt efni í
sinn skála frá Mosfellsheiðarvegi við ána Bugðu og upp í skálastæðið
miðhlíðis í Skálafelli, um 6 km leið. Bygging skálanna var mikil
lyftistöng fyrir íþróttina og áhugi fólksins fór mjög vaxandi við
tilkomu þeirra.
Það sem næst gerðist varðandi skíði og skíðaferðir og mér er
sérstaklega minnisstætt var, að á fundi Ungmennafélagsins Brúar-
innar 6. nóvember 1938 var lesið bréf frá Ungmennasambandi
Borgarljarðar. Meðal efnis bréfsins var hvort tiltækilegt mundi að
halda skíðanámskeið og hvort félagið gæti styrkt það ljárhagslega.
Þá var þess jafnframt getið í bréfinu að heimild væri fyrir að Ung-
mennasambandið veitti félögum á sambandssvæðinu styrk til skíða-
kennslu. Torfi Magnússon í Hvammi bar fram tillögu varðandi þetta
mál, þess efnis að stjóm félagsins leitaði eftir áhuga meðal félaga fyr-
ir að halda slíkt námskeið og væntanlegri þátttöku og legði niðurstöð-
ur fyrir næsta fund. Næsti fundur var haldinn í desember (ódagsettur
í fundargerð). Þar skýrði formaður, Erlingur Jóhannesson, frá því að
við eftirgrennslan stjómarinnar um þátttöku í skíðanámskeiði hefði
komið í ljós að áhugi væri fyrir hendi, og sjálfsagt væri að halda
námskeiðið ef það reyndist fært kostnaðar vegna. Eftir einhverjar
umræður bar formaður fram tillögu um að veitt yrði úr félagssjóði allt
að kr. 50,- til styrktar skíðakennslu, og var tillagan samþykkt. Þá bar
Björn Jónsson á Haukagili fram tillögu þess efnis að fela stjórn fél-
agsins að annast undirbúning og framkvæmd þessa máls. Sú tillaga
var einnig samþykkt. Mér finnst ég muna þessa fundi báða mjög vel
og alveg sérstaklega hvað ég beið með mikilli eftirvæntingu eftir því
hvernig afgreiðslu málið fengi.
Stjórn Ungmennafélagsins samdi við hjónin á Gilsbakka, Guðrúnu
Magnúsdóttur og Sigurð Snorrason, um að fá að halda námskeiðið
þar, og reyndist það auðsótt. Ef ég man rétt mun það hafa verið hald-
ið nálægt mánaðamótum janúar/febrúar 1939 og stóð í vikutíma.
Kennari var Karl Pétursson, rafvirki úr Reykjavík. Hann þótti góður
skíðamaður á þess tíma mælikvarða og var góður félagi. Eg held það
hafi verið nálægt 15 manns sem sóttu námskeiðið, en ekki voru nærri