Borgfirðingabók - 01.12.2005, Side 137
Borgfirðingabók 2005
135
mars 1940 og voru þátttakendur 16, sem skiptu sér á milli heimil-
anna. Þá bjuggu bræður í Kalmanstungu, Kristófer Ólafsson á öðrum
bænum og kona hans Lisbeth Zimsen, og á hinum bænum Stefán
Ólafsson og kona hans Valgerður Einarsdóttir. Og þama var dekrað
við okkur líkt og veturinn áður á Gilsbakka. A kvöldin var spilað,
sungið og farið í leiki, og síðasta kvöldið var dansað til klukkan tvö
um nóttina.
Þetta námskeið var í því frábrugðið námskeiðinu á Gilsbakka að
nú var enginn kennari, en það var gert í spamaðarskyni. Því var ekki
að neita að ýmsir vom óánægðir með að hafa ekki leiðbeinanda. Þá
kom upp sú hugmynd að styrkja einhvern ungmennafélaga til að
sækja skíðanámskeið hjá einhverju íþróttafélagi í Reykjavík gegn því
að hann leiðbeindi svo hér heima síðar. Líklega hefur það verið vegna
þess að ég hafði fengist mest við skíðaferðir allra ungmennafélaga
að það var nefnt við mig að fara á námskeið í þessum tilgangi. Eg
undraðist að þetta var ekki fært í tal við Krilla á Húsafelli, sem alla
tíð var mun meiri skíðamaður en ég. Astæðan fyrir því mun hafa
verið sú að hann var þá ekki orðinn skráður ungmennafélagi.
A ungmennafélagsfundi 25. mars 1940 ræddi Bjöm á Haukagili
um þetta mál og hversu æskilegt það væri að hafa heimamann sem
gæti leiðbeint skíðafólki. Því væri brýnt að senda einhvern félaga í
þeim tilgangi á námskeið, helst þá þegar eða tímanlega næsta vetur.
Jafnframt bar Bjöm fram tillögu um að veittar yrðu úr félagssjóði
kr. 50,- í þessum tilgangi, og var hún samþykkt. Var nú endanlega
ákveðið að ég tæki að mér að fara þessa ferð, og gerði ég það í von
um að standa undir því trausti sem mér var sýnt. Tveim dögum seinna,
eða miðvikudaginn 27. mars, hringdi Björn til mín og sagði mér að
búið væri að skrá mig á skíðanámskeið á Kolviðarhóli sem átti að
heijast nk. mánudag, 1. apríl. Það var því ekki langur tími til stefnu,
því næsta ferð Laxfoss til Reykjavíkur var nk. föstudag.
Síðla næsta dag lagði ég af stað með skíðin á bakinu og gekk ofan
að Háafellsferju, þar sem ég fékk mig ferjaðan yfir og gisti svo á
Háafelli næstu nótt. Morguninn eftir fékk ég svo far með mjólkurbíl í
Borgarnes. Klukkan 13 fór Laxfoss frá Borgamesi og var kominn til
Reykjavíkur um klukkan 16. Þetta kvöld hitti ég hjónin Bjamveigu
Bjarnadóttur og Jóhannes Loftsson, sem á þessum ámm voru flest
sumur í Húsafelli í fríum sínum og ég þekkti orðið allvel. Þau
stunduðu mikið skíðaferðir þá og buðu mér með sér upp í KR-skála