Borgfirðingabók - 01.12.2005, Page 138
136
BorgfirðingabóJc 2005
í Skálafelli og að vera þar um helgina sem í hönd fór. Ég þáði boð
þeirra með þökkum og átti þama mjög ánægjulega helgi í góðu veðri
og góðu færi með einstaklega skemmtilegu fólki. Þar hitti ég m.a.
Karl Pétursson sem kenndi okkur á Gilsbakka árið áður.
Klukkan 9 mánudaginn 1. apríl tók ég mér far með áætlunarbíl
austur að Kolviðarhóli á námskeiðið sem búið var að skrá mig á.
Það voru um 20 þátttakendur sem byrjuðu á námskeiðinu, en sú
tala var sífellt að breytast, því fólk var að koma og fara. Kennarinn
var austurrískur, dr. Rudolf Leutelt að nafni. Kennt var frá kl. 10 til
12 fyrir hádegi og svo aftur frá kl. 14 til 16 síðdegis. Þar fyrir utan
var fólkið frjálst ferða sinna, en á eigin ábyrgð. Það notaði ég vel
þegar veður leyfði, því satt að segja þótti mér kennsludagurinn ansi
stuttur.
Á þessum tíma var Kolviðarhóll kominn í eigu Iþróttafélags
Reykjavíkur, og mun ætlunin hafa verið að koma þar upp almennri
íþróttaaðstöðu en þó einkum fyrir skíðafólk. Jafnframt var þar veit-
ingarekstur og gistiaðstaða svo sem verið hafði um árabil. Lítils háttar
búskapur var þar, kýr ein eða fleiri, og fáeinar kindur sá ég og tvo
hesta. Starfsmaður var þar sem annaðist skepnur og sá um ljósamótor
sem lýsti upp staðinn. Skammt norðan við íbúðarhúsið var lítið hús
þar sem bjó Valgerður Þórðardóttir, fyrrum húsmóðir á Kolviðarhóli.
Maður hennar var Sigurður Daníelsson. Þau hjón ráku þama gisti- og
veitingasölu um áratuga skeið. Litlu síðar fluttist Valgerður til Hvera-
gerðis og dvaldist þar síðustu æviárin.
I KR-skála í Skálafelli
Ekki get ég sagt að ég lærði mikið þessa daga á Kolviðarhóli.
Kennslan virtist eingöngu miðuð við algera byrjendur, en þar sem
ég taldi mig lengra kominn óttaðist ég að ferðin bæri ekki tilætlaðan
árangur. En þá urðu óvænt atvik til að breyta atburðarásinni mér í
hag. Síðdegis fimmtudaginn 4. apríl hringdi Jóhannes Loftsson til mín
og sagði að skíðadeild K.R. hefði ákveðið að halda skíðanámskeið í
KR-skálanum í Skálafelli í næstu viku. Námskeiðið átti að hefjast
næsta sunnudag. Hann bauð mér að vera þar, sem ég að sjálfsögðu
þáði. Einnig sagði Jóhannes að hann ætlaði að hringja að Stóra-Ási
og biðja um að komið yrði boðum til Krilla á Húsafelli um það hvort
hann hefði aðstöðu til að sækja þetta námskeið. (Sími kom í Stóra-Ás
1931, en um áratug síðar á aðra bæi í sveitinni.)