Borgfirðingabók - 01.12.2005, Page 139
Borgfirðingabók 2005
137
Fyrsti skíðaskáli KR í Skálafelli, reistur 1936. Myndin er tekin úr ritinu
Fyrsta öldin, saga KR í 100 ár, Rvík 1999.
Ég fór frá Kolviðarhóli laugardaginn 6. apríl, en ég hef alla tíð síðan
haldið upp á þann stað. Næstu nótt var ég í Reykjavík, en klukkan 9
á sunnudagsmorgun var lagt upp frá KR-húsinu við Tjörnina áleiðis
upp í Skálafell. Veðrið hafði verið heldur ótryggilegt um morguninn,
norðan belgingur og alskýjað en ekki mikið frost. Bílarnir komust
upp að Bugðu, en þaðan var skemmst að ganga upp í skálann. Nú
var farangur settur á sleða og hraustum strákum beitt fyrir. Síðan var
haldið af stað. Eftir stutta ferð á móti veðrinu skall á svartabylur.
Fararstjórinn ákvað að snúa við en skilja sleðana eftir. Hann hafði
haft þá fyrirhyggju að láta rútumar, sem fluttu okkur úr bænum,
bíða þar til sæist hvemig úr rættist með veðrið. Var nú farið niður að
Svanastöðum og beðið þar í nokkra klukkutíma. Ekki man ég lengur
hvaða húsráðendur vom á Svanastöðum í þetta sinn, en þeir voru
fúsir til að skjóta yfir okkur skjólshúsi þótt húsakynni þar væru ekki
mikil. Eftir nokkrar klukkustundir fór veðrinu að slota og því lagt
upp á ný. Sleðarnir voru teknir þar sem þeir voru skildir eftir fyrr um
daginn og dráttarmennirnir lögðust í böndin. Flestir aðrir voru með
einhverjar byrðar, svo ekki var farið ýkja hratt yfir, enda á verulegan
bratta að sækja, einkum síðasta hluta leiðarinnar. Dráttarmönnunum
með sleðana skilaði vel áfram, enda verkinu vanir þar sem öll aðföng