Borgfirðingabók - 01.12.2005, Síða 146
144
Borgfirðingabók 2005
Annað fólk sem ég man eftir þar var Kristján sonur þeirra (nú á
Oddsstöðum), systir hans Elín og uppeldisdóttir þeirra hjónanna, Ey-
gló Magnúsdóttir. Jafnan þegar við félagamir rifjum upp þetta ferða-
lag verður okkur tíðrætt um þá innilegu alúð og hlýju sem við nutum
á Þverfelli.
Nokkru fyrir hádegi föstudaginn 19. apríl lögðum við upp frá Þver-
felli í síðasta áfanga ferðarinnar í hægri norðanátt og björtu veðri.
Leiðin lá nú yfir norðurenda Reyðarvatns, austan við Skotmannsfell
og þaðan tekin stefnan vestan við Oköxl. Þetta er auðveld gönguleið í
björtu en fátt um kennileiti í dimmviðri. Þegar kom austur fyrir Okið
skildi leiðir. Kristleifur fór austur fjall til að hafa snjó sem lengst, en
við Andrés renndum okkur niður Augastaðatjall og síðasta spölinn
eftir bæjarlæknum, sem var fullur af snjó. I Augastöðum var okkur
fagnað með þeirri hlýju sem jafnan mætti okkur á þeim bæ. Klukkan
20:30 komum við heim og var vel fagnað, en heimafólk hafði fáar
fréttir fengið af ferðum okkar.
Viðburðarík ferð sem seint gleymist var á enda.
Eftirmáli höfundar
Þess ber að geta að efni þessa „langhundar", sem gerðist fyrir 56
árum og þó að hluta nokkru fyrr, er að mestu skrifað eftir minni mínu.
Þó studdist ég lítillega við glefsur úr fundargerðabók Ungmennafélags-
ins Brúarinnar og dagbókarslitrum mínum frá hluta af þeim tíma sem
frásögnin nær yfir. Lýsing á ferð þeirra Kristleifs og Andrésar frá
Augastöðum suður í Skálafell er samkvæmt því sem þeir rifjuðu upp
fyrir mig og þeirri lýsingu sem mig minnir að þeir hafi gefið mér af
ferðinni þegar við hittumst í Skálafelli. Samkvæmt því er ljóst að
heildarmynd af þeim atburðum sem greint er frá hlýtur að vera farin
að fölna verulega og margt orðið nokkuð þokukennt. Því ber að lesa
þetta með það í huga.
Aths. ritstjóra:
Höfundur frásagnarinnar, Magnús Kolbeinsson í Stóra-Asi, er tæpra 84ra
ára þegar þessi ritgerð hans birtist í Borgfirðingabók, fæddur 14. júlí 1921.
Frásögnina ritaði hann skömmu eftir 1990 og geymdi í Gullastokk Félags
aldraðra í Borgarfjarðardölum. Þar eru geymdar ýmsar greinar og frásagnir
eldri borgara. Kristleifur Þorsteinsson á Húsafelli var fæddur 11. ágúst 1923,
dáinn 7. febrúar 2003. Andrés, bróðir höfundar, fæddur 7. sept. 1919, var
óbóleikari í Sinfóníuhljómsveit íslands frá því hún var stofnuð til starfsloka.