Borgfirðingabók - 01.12.2005, Page 151
Borgfirðingabók 2005
149
Sameiningamefndin. Frá v.: Páll S. Brynjarsson, Sveinbjörn Eyjólfsson,
Davíð Pétursson, Linda Björk Pálsdóttir, Ólafur Sigvaldason, Jónas
Jóhannesson, Agúst Arnason, Hólmfríður Sveinsdóttir, Helga Halldórsdóttir,
Þorvaldur T. Jónsson, lngibjörg Daníelsdóttir og Ólafur Guðmundsson.
Ljósmynd: Þorgerður Gunnarsdóttir.
búast við því að breytingin verði meiri hjá íbúum fámennu sveitar-
félaganna, sumar ánægjulegar eins og beinn aðgangur að öflugri stoð-
þjónustu og aðrar sem í það minnsta verða erfiðar í byrjun eins og
meiri íjarlægð frá stjómsýslunni.
I tillögum sameiningamefndar sem fram komu í málefnaskrá má
greina hvernig líklegast er að nýtt sveitarfélag haldi á sínum málum.
Hafa verður í huga að þetta eru einungis tillögur, og ný sveitarstjóm
mun taka endanlega ákvörðun um hvernig sveitarfélagið verður
byggt upp.
I Borgamesi verður miðstöð stjórnsýslunnar. Þar verður skrifstofa
sveitarfélagsins og yfirstjóm málaflokka. Gert er ráð fyrir að sveitar-
stjóm verði skipuð 9 fulltrúum og úr þeirra hópi verði valdir þrír í
byggðarráð sem fer með framkvæmdastjórn sveitarfélagsins ásamt
sveitarstjóra. Sveitarstjóm kýs sex fagnefndir sem allar verða skip-
aðar fimm aðilum nema fræðslunefnd, en hana skipa sjö fulltrúar
vegna umfangs. Stjómsýslan mun byggjast á þremur sviðum, einu
stoðsviði sem sér um fjármál og stjómsýslu og tveimur fagsviðum,
íjölskyldusviði og umhverfis- og skipulagssviði. Þá verður starfrækt
skrifstofa í Reykholti sem mun fá afmörkuð verkefni til úrlausnar